<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, apríl 30, 2004

Mér gengur illa að snúa sólarhringnum við. Er enn á Ameríkutíma. Það var nefnilega ekkert mál að komast á þann tíma. Kannski hef ég verið amerísk í fyrra lífi og er enn á með þá líkamsklukku.
Náði í Maríu í morgun á Kató þar sem hún var í magaspeglun. Ég var á leikskóla í Kató þegar ég var í átta ára bekk. Fékk að fylgja Birnu systur og kannski mál til komið. Hún hafði alla tíð fengið að fylgja mér. Fékk t.d. að vera á stóru deildinni á Hörðuvöllum þegar við vorum þar í leikskóla sem hét nú reyndar dagheimili þegar ég var ung og frísk. Hún var bara tveggja eða þriggja ára og ég man hvað ég skammaðist mín fyrir hana þegar hún tróð lit upp í nefið á sér og þurfti að fara til læknis til að ná honum úr. Hún var soldið skrítin stundum. Drakk t.d. alltaf úr glasi öfugt og helti öllu niðrá sig. En þá var hún bara smælki.
Hér var fjárfest í línuskautum á alla krakkana og það er alveg hægt að tala um fjárfestingu þegar línuskautar eru annars vegar. Tristan alsæll og reyndar stelpurnar líka. Meira að segja gelgjan mín hún Petra kom og kyssti mömmu sína, reyndar á kinnina, og þakkaði fyrir skautana. Það er nokkuð vel af sér vikið af fá koss frá þeirri stúlku. Hún er afskaplega spör á þá. Ég hef nú þá trú að eitthvað búi að baki þessum þakkarkossi. Hún vill nefnilega frá strípur og hliðartopp og meiri styttur í hárið og ég er búin að segja við hana að ég leyfi það ekki fyrr en hún fermist og það er heilt ár í það.
Og nú verð ég að fara að losna við þessa kettlingaranga. Þeir eru út um allt og Doppa ekki par ánægð með það að hafa ekki stjórn á þessum vitleysingum sínum. Vignir og Guðný eru hætt við að fá kött, reyndar var nú Vignir aldrei á því að fá hann. Hrund ætlar að halda eina fressinu honum Stúart litla og Rósa fer í Hveragerði. Svo nú eru bara Brúnka og Grána eftir, voðalega sætar en það gengur ekki að vera með marga ketti. Svo ef einhver sem þetta les langar í kettling endilega senda mér mail.
Úff, og svo þarf ég að fara að drífa í auglýsingu fyrir systurnar í gospelnum. Var komin með einhverja hugmynd en nú eru áherslurnar breyttar svo ég þarf að leggja mitt höfuð í bleyti. Sé þetta reyndar fyrir mér í huganum en það er ekkert komið á blað ennþá. Kláraði Frey í dag og Ránka kemur á morgun. Ætlaði að gera einhver ósköp í dag en hann fór í línuskautakaup og stúss í kringum börnin mín. Sumir dagar einhvern veginn líða án þess að maður taki eftir því...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter