miðvikudagur, apríl 07, 2004
Well, þetta er eitthvað að skána. Ekki það að ég sé ekki ennþá með heimþrá og að ég sakni vina og vandamanna heima. En þetta er samt ágætt og á morgun ætlum við í dýragarðinn. Það versta við þetta land er öll þess endalaus keyrsla á milli staða. Ég gæti ekki búið hér allavega ekki hér í Washington. Reyndar býr Kristín u.þ.b. klukkutíma keyrslu frá Washington. Krakkarnir hafa lýst því yfir að þeir fýli nú Danmörku betur en Bandaríkin og ég get svo sem verið sammála þeim. Reyndar af ég hugsa um það þá er þetta heljarinnar vinna að ferðast með þrjá krakka sem maður verður að hafa ofan af fyrir á hverjum degi. Þetta er eiginlega ekki mikið frí. Ég kalla það frí eins og þegar við John fórum til Rómar. Enginn sem skyldar mann til að skoða eitt eða neitt, maður vaknar bara á morgnana, fer út og gleðst yfir því sem á vegi manns verður. Og Róm er svoldið mikið annar handleggur en the US of A. Hér labbar maður ekki spönn frá rassi, reyndar getum við lappað hér í matvörubúð frá Kristínu, en það er líka það eina. Þar er reyndar líka svona staður þar sem maður getur farið inn og málað keramik og krakkarnir fíluðu það vel. Annað labbar maður ekki hér. Og maður þarf að líta eftir krökkunum ef þau fara út í garð. Eitthvað annað en heima þar sem börnin geta valsað um á milli húsa og hitt sína vini án þess að maður þurfi að fara á taugum yfir því.
Nenni ekki að skrifa meira. Vildi bara koma því til skila að fátt er svo með öllu illt...
Nenni ekki að skrifa meira. Vildi bara koma því til skila að fátt er svo með öllu illt...
Comments:
Skrifa ummæli