<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, maí 29, 2004

Italia....here I come...ciao...a presto...

fimmtudagur, maí 27, 2004

Tja...af maður er bara ekki á leið af landinu bara rosalega fljótlega. Bara tveir dagar og svo Ítalía. Ciao, ciao, ciao...
Ég er nú ekki alveg í lagi stundum. Var búin að panta tíma fyrir Hrund í skoðun og var alveg með það á hreinu að það væri í dag þó ég væri búin að merkja inn á dagatalið að það væri á morgun. Hún skipti um vakt og svo bara engin skoðun fyrr en á morgun.
Börnin mín í prófum og þó er ekkert prófstress í þeim, enda er það bara af hinu góða. Þeim gengur yfirleitt öllum ágætlega á prófum og ég hef svo sem engar áhyggjur af þeim. Reyndar mætti dætur mínar vera duglegri að lesa þessi kjaftafög, eins og kristinfræði, þó John finnist það nú algjört aukaatriði hvort þær fá 2 eða 5 eða 10 í því fagi. Hann er greinilega svoldið amerískt hugsandi, það á ekki að kenna kristinfræði og öllum á að vera sama um hvað Jesú sagði og gerði. Hann er auðvitað óskírður og ófermdur, þó hann láti mig ráð því hvort börnin okkar eru skírð. Og svo byrjar fermingarbunan á næsta ári með Petru og svo annað hvort ár alveg til 2009. Jís, hvað ég verð orðin gömul þá, og þó.
Fór eftir æfingu í gær í smá rauðvín hjá Maríu ásamt fullt af öðrum Léttum að skoða íbúðina hennar. Reyndar hef ég verið þar nánast daglegur gestur en...Svo kíkti Magga Orra við í dag. Var að fá vinnu og alsæl með það. Hún er búin að sækja um á trilljón stöðum og loksins gerðist það...glöð fyrir hennar hönd.
Nenni ekki að skrifa...er í voðalega skrítnu skapi og líður eins og Palla sem var einn í heiminum eða þannig. Get ekki útskýrt af hverju, en stundum er ég eitthvað utanveltu...

þriðjudagur, maí 25, 2004

Ég er greinilega að komast í einhvern sumarfíling. Er búin að taka þvílíkt vel til hér á bæ, heimilið algjörlega eins og farið hafi um það hvítur stormsveipur. Efast þó um að það verði þannig lengi. Aðrir fjölskyldumeðlimir hér pæla lítið í því hvernig er í kringum þá og eru iðin við að drasla út og sleppa því að ganga frá eftir sig. En það er trúlega þannig á fleiri bæjum en hér.
Ég grét úr hlátri yfir henni frænku minni í dag þegar hún fór á kostum að lýsa hörhörmunginni sem hún verður í á Ítalíu. Og það er svo gott að hlæja svona. Og Birna systir átti afmæli í dag og Halli yngri líka. Og John hangir utan á Kringlunni, voðalega sætur eins og reyndar alltaf, nema ef vera skyldi á sunnudagsmorgnum.
Fór með Maríu í dag í Samskipti til að redda þessum rútumiðum og þeir verða tilbúnir á morgun. Keyptum okkur báðar eins skó fyrir Ítalíu og fórum báðar með skó í viðgerð. Við erum að verða hálfgerði síamstvibbar.
Svo að allt öðru. Skil ekki hvernig hægt var að klúðra eins skemmtilegum þætti og Viltu vinna milljón. Ég held að þeir hafi tapað milljónum á því að reka Þorstein J. og ráða Jónas R. í staðinn. Mannanginn er algjörlega húmorslaus og ömurlegur stjórnandi. Þetta voru mínir uppáhaldsþættir en núna varla nenni ég að horfa á þessa þætti. Apahausar á Stöð2 að vita ekki þegar þeir voru með rétta manninn í þetta.
Man ekki eftir fleiru sem er að plaga mig í dag en ætti nú að drullast til að fara að sofa í hausinn á mér...fimm dagar í Ítalíu...

sunnudagur, maí 23, 2004

Gangurinn málaður og nú bíður bara gólfið eftir Arne. Líf mitt er jafn grátt og allt húsið er að verða eða þannig. Ég er með þúsund marbletti út um alla fætur og það er ekki flott á Ítalíu, þar sem maður gengur um berleggjaður. Ekki á það bætandi, ég með mínar ljótu labbir. Almáttugur ef þetta verður svo allt fest á filmu og sýnt fyrir alþjóð.
Þegar málningarverkinu lýkur taka við þvottar og þrif. Það er líf mitt í hnotskurn. Þvottar og þrif daginn út og inn því ef ég geri það ekki þrífst ég ekki hér. Og svo að pakka ofan í tösku því sem taka á með til Ítalíu, tæma þvottahúsið svo Arne geti málað það á meðan ég er úti og ég veit ekki hvar ég ætla að koma þessu drasli fyrir. Húsið hér er fullt af drasli. Drasl, drasl, drasl og aftur drasl...ekki lax, lax, lax og aftur lax.
Skrifa síðar þegar ég er í betra skapi...

föstudagur, maí 21, 2004

Ég skal mála allan heiminn, elsku mamma, eintómt sólskin...Nú er sólskinsliturinn í ganginum niðri nánast horfinn og þvílíkur munur. Ég segi nú ekki meira. Það er svo skrítið hvað litir geta verið öðru vísi heima hjá manni en heima hjá næsta manni. Þessi guli litur var alveg dúndrandi fallegur heima hjá Sigrúnu frænku, en almáttugur hvað hann var ljótur hér. Og nú hefur hann fengið að víkja fyrir mínum gráu tónum. Ég er sem sagt að mála allt húsið meira og minna í gráskalanum og líkar það ljómandi vel eða kannski bara heimurinn sé orðinn svo grár að ég verð að hafa veggina hér í stíl við það. Enga armæðu...
Ég sem sagt hef lítið gert við þennan uppstingardag annað en að mála og þrasa við manninn minn. Hann vill gera hlutina svona en ekki hinsegin og það er ekki alveg að falla í kramið hjá mér. Hann kemur að vísu ekkert nálægt því að mála. Það er alfarið í mínum höndum. Reyndar er það ekki alveg rétt því hann hefur undanfarnar vikur þegar ekki hefur rignt staðið í því stórræði að bæsa grindverkið og þetta er sko margra metra langt grindverk enda dugir víst ekkert minna utan um 900 fermetra lóð. Og samt á hann eftir að girða meira.
Hrund fer í sína fyrstu skoðun næsta miðvikudag. Gaman að fá að vita nokkurn veginn upp á dag hvernær hún á að eiga. Mér líst best á 9. nóvember. En það kemur í ljós.
Tristan er með júkíóæði og neitar að gera nokkurn hlut nema fá júkíóspil í staðinn. Ofdekraður þessi angi minn. Svo eru prófin að byrja í næstu viku og þá verð ég víst að reyna að sinna þessum greyjum mínum eitthvað og þá er best að drífa það af að mála þennan gang. Sýnist á öllu að ég verði að fara þrjár umferðir yfir loftin til að þessi ógislegi guli litur hverfi. En nú ætla ég niður að skola pensla og svo í rúmið...

miðvikudagur, maí 19, 2004

Ich bin tunn gewesen...Skrapp eftir kóræfingu í gær niður í Domus Vox. Þar var slúttskrall hjá Gospelsystrum. Keyrði Bryndísi Petru heim og svo kom Gunnhildur með mér hingað heim og við drukkum næstum tvær rauðvínsflöskur og kjöftuðum fram undir morgun. Og ég held að ég hafi drukkið aðeins of mörg glös og var með þynnkueinkenni þegar ég vaknaði, skellti í mig einum alkaseltzer og er núna svona nánast eins og nýsleginn túskildingur eða þannig. Get engan veginn gert það upp við mig hvort ég ætla að vera með Gospelnum næsta ár. Á frekar von á að ég sleppi því en get aldrei tekið ákvörðun svona langt fram í tímann.
Var að fá haustplan Léttsveitar og sé að það verður kóræfing á fimmtugsafmælinu mínu. Þannig að nú veit ég að það er á þriðjudegi. Ég verð að fara að gera það upp við mig hvort ég ætla að halda upp á þetta stórafmæli mitt eða er það ekki stórafmæli að fylla hálfa öld. Mig langar til að halda stóra veislu en langar líka bara að hafa það huggulegt og kósi heima hjá mér. Kannski er hægt að gera bæði.
En nú ætla ég að drífa mig í byrja að mála ganginn niðri sem ég ætla að klára fyrir Ítalíu. Alora, bella Italia eftir rúma viku...

mánudagur, maí 17, 2004

Hvurslags eiginlega dæmalausa bloggleysi er þetta hjá fólki núna. Enginn hefur skrifað neitt um helgina. Halló. Hvað er verið að setja mann í blogggírinn og svo nennir enginn að vera í honum nema ég.
Gleymdi víst að geta þess að ég þurfti ekki að henda kettlingunum eins og Jóhanna lagði til heldur auglýsti ég þessi krútt og hér komu hjón og fengu Skonsu til að gefa dóttur sinni í afmælisgjöf og svo hringdi kona og vildi fá fress í dýrahópinn sinn, sem eftir því sem ég man best, samanstóð af tveimur læðum, hundi og músum. Svo Stúart litli fór þangað. Og nú er Monsa ein eftir og Hrund ætlar að fá hana. Svo nú er Doppa svoldið óhress af því hún finnur ekki tvö af börnunum sínum en kannski líka glöð yfir því að hafa komið þeim sæmilega á legg og nú aðeins eitt eftir í heimahúsum.
Ætla að drífa í að lóda inn myndunum af myndavélinni og stytta buxurnar hennar Petru og mínar eigin líka. Og svo að bæsa listana. Og fariði nú að skrifa eitthvað skemmtilegt...
Ég ætlaði mér nú að fara snemma í rúmið í kvöld en eftir að hafa spilað kana til hálf eitt ákvað ég að rúlla enn eina ferðina yfir vegginn á ganginum sem ég gerði fyrr í dag með ósættanlegum árangri. Þegar málningarvinnunni lauk fór í tölvuna og ætlaði eiginlega ekki að gera neitt en gerði svo heilmikið.
Fór á tónleika Gospelsystra í kvöld með Maríu og mömmu hennar. Ágætis tónleikar en ég fæ enn og aftur á tilfinninguna að ég sé á tónleikum með einhverjum allt öðrum en Gospelsystrum. Fyrir hlé sungu þær þrjú lög einar af tólf og eftir hlé eitthvað svipað og ég er bara alls ekki sátt við það. Ég er að fara á þessa tónleika til að hlusta á Gospelsystur en ekki stúlknakór og einsöngvara út í eitt. Mér finnst allt í lagi að hafa einsöngvara á tónleikum en að þeir séu í aðalhlutverki, nei, ó nei. Og svo mætti kórinn sjálfur vera glaðlegri. Kannski eru þær bara ekkert glaðar yfir þvi að standa og þegja megnið af þeirra eigin vortónleikum. Og það er orðið svoldið þreytt að troða alltaf Stúlknakór Reykjavíkur inn í þeirra tónleika. Ég hefði sem sagt viljað heyra meira í kórnum sem ég fór til að hlusta á af þær eru frábærar og syngja eins og englar það litla sem þær fá að syngja.
Annars ekkert hér að ske frekar en fyrri daginn. Fórum í húsasmiðjubykóleiðangur í dag með John að skoða grindverk. Enduðum svo á því að kaupa lista í eldhúsið sem ég þarf að bæsa og lakka á morgun þegar ég vakna. Þarf svo að drífa í að mála ganginn niður áður en ég fer til Ítalíu. Oh, Ítalía ef tæpan hálfan mánuð. Æði, skæði og nú er það bælið sem freistar mín...

laugardagur, maí 15, 2004

Já, það er mikið spáð og spekúlerað á krónikkunni þessa dagana. Kvikmyndastjörnunar að finna sér ný nöfn og svona því ekki getur maður haldið sínum réttu nöfnum í frægðinni. Ég gæti verið bara She svona eins og Cher en það er eitthvað svo obvísus. Ef ég þýði nafnið mitt yfir á ensku er það victorypool holy svo kannski væri Victora Holy svoldið flott. Eða kannski Cilla White í mótsögn við Cillu Black sem var fræg einu sinni. Og svo mætti það vera eitthvað út í ítölskuna og vera SheShe Emilio eða Sisi Emilio. Ég mun velta þessu fyrir mér eitthvað áfram.
Annars er ekkert nýtt að gerast í mínu lífið þessa dagana. Bara sama tiltektin o.s.frv. Verð að mála vegginn á ganginum allan aftur eftir að ég tók niður blævænginn sem þar hékk, reyndar orðið á bláþræði svo hann endaði í tunnunni og þess vegna þarf ég að mála vegginn aftur. Og þar sem Arne planar að mála þvottahúsið og stiganna og gólfið niðri þarf ég að drífa í að mála ganginn áður en ég fer út. Losna við þennan hræðilega gula lit sem ég hef aldrei þolað, eins og hann var fallegur á veggjunum hjá Sigrúnu frænku. Og svo verð ég að stytta buxurnar hennar Petru. Verst að Ragnhildur er farin heim, annars hefði hún getað gert það fyrir mig.
Spiluðum aðeins við Arne og Maríu í gærkvöldi og ég skíttapaði. Ekkert gaman. Og enginn vill fá kettlinga núna fyrir sumarið, svo trúlega sit ég uppi með þá alla nema ég hendi þeim bara eins og Giovanna lagði til...

fimmtudagur, maí 13, 2004

Ég er ekki alveg að venjast þessu nýja lúkki á bloggernum. En það trúlega venst með tímanum eins og annað slæmt.
Var að koma úr klippingu. Maður verður að sjæna sig til fyrir Ítalíu og svo náttúrlega þetta nýja hlutverk sem kvikmyndastjarna. Það verður að flagga því sem til er og gott betur. Vera dugleg að sparsla í hrukkurnar og lita augnabrúnir og raka sig undir höndunum og svona.Og svo er stefnan að fara í flýtibrúnkumeðferð (Quick Tan)fyrir Ítalíuna líka. Ég hlýt að verða algjör Bella Mamma eftir þetta allt saman, eða ætti ég frekar að segja Bella Nonna.
Mér gengur illa að koma því í verk sem ég plana í svefnrofanum. Er eitthvað miklu duglegri að framkvæma liggjandi undir hlýrri sænginni en koma því í verk daginn eftir. En það kemur dagur eftir þennan dag og aldrei að vita nema eitthvað gerist í bráðina. Núna er ég hálfhandlama og er því löglega afsökuð að mála ekki meira. Músarúlnliðurinn mættur aftur á svæðið og ég hef ekki hugmynd um af hverju þetta kemur og fer.
Kettlingarnir eru að gera mig vitlausu, hangandi í gardínum og tæta sig upp sófana og gerðu sér lítið fyrir í gær og pissuðu í kvöldbrækur húsbóndans. Almáttugur en sú mæða að eiga svona marga kettlinga. Sendi fyrir þremur dögum auglýsingu um þá í velvakandi en það hefur ekki birst ennþá. Vona að eitthvað komi út úr því og ég losni við þessi krútt á næstu dögum.
Vel gekk í gær að syngja fyrir hjúkkur þó myndavélarnar hvíldu á okkur, ég segi nú ekki eins og mara. Sá svo Kringluauglýsinguna nýju þar sem Særún, Katla, María, Stefanía o.fl. léttur sannarlega sjást og eru voða sætar.
Nú held ég að ég snúi mér að einhverju öðru áður en ég storma á raddæfingu...


miðvikudagur, maí 12, 2004

Já, þetta með að verða bráðum amma. Hún Hrund mín á von á barni, reyndar komin voðalega stutt á leið og ef allt gengur að óskum fæ ég barnið nánast í fimmtugsafmælisgjöf í nóvember. Er hægt að hugsa sér betri gjöf í tilefni þess að maður fyllir hálfa öld. Og Hrundin mín er líka 25 ára í dag. Eitthvað var nú að bögglast fyrir sumum textinn í Siglingavísum þar sem kemur fyrir "...hrundin bjartra arma". Einhver skyldi ekki alveg þennan kveðskap, en svona til að upplýsa fólk þá merkir nafnið Hrund stúlka. Það sama er um Hlín og Hlíf.
Er akkúrat núna í augnablikinu að dúlla mér við að setja nýjustu lögin okkar Léttanna inn á lagalistann og hlusta á Vilja Lied í leiðinni. Og svo þarf ég að bæta honum Tomma okkar inn á tengla þar sem hann er komin með þessa fínu heimasíðu.
Það er eiginlega óþolandi hvernig hitastigið úti sveiflast til. Ég er alltaf að lækka og hækka á ofnum hér í húsinu og eftir smáhita í nokkra daga er ískalt hér inni. Ansans.
Vona að ég fari að koma allavega einum af þessum þremur sætu kettlingum á annað heimili. Þeir eru algjör krútt og helst vildi ég eiga þá alla, en það er ekki á allt kosið. Langar engan í kettling??
Ef þeir líkast eitthvað móður sinni í sér, þeir eru allavega ekkert líkir henni í útliti, þá verða þetta sæmdarkettir. Hún Doppa mín er besti kattarangi sem ég hef átt um æfina og hef ég átt þá þó nokkra.
En nú ætla ég að gera eitthvað af viti, ganga frá margra vikna þvotti og mála eitt stykki vegg, kannski fleiri ef ég kemst í stuð...
Hvað er nú í gangi á þessum blogger. Ég blogga ekki í nokkra daga og nú er allt umhverfið breytt og ég hef ekki hugmynd um hvað á að gera. Hvort tekst að troða þessu á netið verður svo bara að koma í ljós.
Þegar Ingibjörg fór að impra á því við mig í kvöld að ég yrði að fara að blogga hreinlega kom ég að fjöllum. Ég var bara búin að gleyma því að ég er víst bloggari. Halló, er hægt að vera svona utan við sig. Reyndar hef ég bara ekkert mátt vera að því að hafa tíma í blogg, so...en vonandi kemur núna betri tíð með blóm í haga, sæta langa sumardaga. Það minnir mig á að ég fór einmitt að hlusta og horfa á Katrínu og Tristan syngja á maraþontónleikum Kársnesskólakóranna, sem voru á sunnudaginn og þá söng einmitt krílakórinn sem Tristan er í þetta skemmtilega kvæði Halldórs Laxness...

Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga,
sæta langa sumardaga,
Það er gott að tölta um tún og trítla um engi,
einkum fyrir unga drengi.


Kannski borgar sig nú ekki að vitna svona beint í vísur Laxness, alveg hugsanlegt að Duna Halldórs lögsæki mig fyrir að geta ekki heimilda eða eitthvað.
Og er ekki bara næsta víst að sumarið er komið til að vera, að undanskyldum kannski 17. júní. Þá má allt eins búast við hressilegri ofankomu eða góðum jarðskjálfta.
Ranka farin af landinu með Peter sinn og Marinu. Þau komu svo sannarlega heim í sumarið, 25 stiga hiti og alles. En mikið er ég glöð að hún hafi hitt þennan mann, sem kemur almennilega fram við hana. Hún á það svo sannarlega skilið.
Og eftir að hafa tekið upp úr hundrað kössum heima hjá Maríu um helgina kom yfir mig hreinlætisæði sem lýsti sér í því að þrífa nokkrar eldhússkápa. Það kalla ég æði því slík og þvílíkt geri ég ekki einu sinni á jólum. Og svo er íbúðin hennar svo splukuný og fín og mitt þrjátíu og eitthvað ára hús er ómögulegt svo ég dreif í að mála forstofuna í gær og kláraði hana í dag og skrúfaði aftur upp hillur og skóskápa og setti allt á sinn stað og brunaði svo í Ikea og keypti slatta af tréherðatrjám, því það á víst að vera það albesta miðað við það sem þeir segja í Quere Eye for a straigt guy...(hef ekki hugmynd um hvernig á að skrifa þetta, mín enska stafsetning ekki í góðu formi). Svo nú eru bara tréherðatré í forstofunni hjá mér.
Asskoti góð kóræfing í kvöld og svo þarf ég að muna eftir því að syngja hjá hjúkkum annað kvöld og mæta á raddæfingu á fimmtudaginn. Þarf líka að muna eftir því inn á okkar léttsveitarsíðu. Úbbs...þar er komið inn þar. Flott.
Svo þarf ég líka að muna eftir því að fara á Gospelsystratónleikana á sunnudaginn. Hlakka til að sjá og heyra í þessum systrum mínum.
Og svo verður hún Hrund mín 25 ára á morgun. Verð að baka handa henni eitt stykki perutertu. Það er hennar uppáhald. Minna má það nú ekki vera. Og svo er ég að verða amma...

fimmtudagur, maí 06, 2004

Mikið er ég fegin að það var ekki ég sem tók upp á því að fokka upp blogginu mínu. Aumingja Gunnsan að lenda í þessu veseni. Maður á bara að sætta sig við sitt gamla lúkk, ha.
Kláraði rollufrey í morgun að mestu og gospelsöngskráin var tilbúin þegar upp kom að það þyrfti að breyta texta. Vesen, vesen. Fór í smábíltúr með Maríu, náðum í Bimbu í Hafnarfjörð og fórum svo í Andrésbrunninn. Allt að smella þar á bæ og vonandi getur María flutt um helgina. Keyrðum líka fyrir utan nýja húsið hennar Bimbu. Kom hér heim, nennti ekki að elda en hef verið þeim mun duglegri að nota nýjum þvottavélina mína. Ragnhildur og co fóru skyldutúr ferðamannsins í dag, þ.e. Gullfoss og Geysi í hávaðaroki og kulda í kjölfar forseta Litháen eða eitthvað. Og svo var vinkonan sett í saumaskap, að stytta gardínur og hvað ég er henni þakklát fyrir það. Ég gæti alveg gert þetta sjálf en bara hef ekki nokkra nennu í það.
Ég skil ekki alveg lengur hvað ég er orðin kærulaus um umhverfi mitt. Læt það ekki fara eins mikið í taugarnar á mér þó að hér sé allt í drasli út um allt, þó ég efist nú svo sem ekki um að það komi með tíð og tíma. Líða tekur að Ítalíuferð. Hlakka til en finn það ekki. Ég er eiginlega orðin bein lína í skapi og hegðun og mér líkar það ekki. Ætti kannski að fara á einhverja hormóna sem heita eitthvað klígju....
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter