<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, maí 13, 2004

Ég er ekki alveg að venjast þessu nýja lúkki á bloggernum. En það trúlega venst með tímanum eins og annað slæmt.
Var að koma úr klippingu. Maður verður að sjæna sig til fyrir Ítalíu og svo náttúrlega þetta nýja hlutverk sem kvikmyndastjarna. Það verður að flagga því sem til er og gott betur. Vera dugleg að sparsla í hrukkurnar og lita augnabrúnir og raka sig undir höndunum og svona.Og svo er stefnan að fara í flýtibrúnkumeðferð (Quick Tan)fyrir Ítalíuna líka. Ég hlýt að verða algjör Bella Mamma eftir þetta allt saman, eða ætti ég frekar að segja Bella Nonna.
Mér gengur illa að koma því í verk sem ég plana í svefnrofanum. Er eitthvað miklu duglegri að framkvæma liggjandi undir hlýrri sænginni en koma því í verk daginn eftir. En það kemur dagur eftir þennan dag og aldrei að vita nema eitthvað gerist í bráðina. Núna er ég hálfhandlama og er því löglega afsökuð að mála ekki meira. Músarúlnliðurinn mættur aftur á svæðið og ég hef ekki hugmynd um af hverju þetta kemur og fer.
Kettlingarnir eru að gera mig vitlausu, hangandi í gardínum og tæta sig upp sófana og gerðu sér lítið fyrir í gær og pissuðu í kvöldbrækur húsbóndans. Almáttugur en sú mæða að eiga svona marga kettlinga. Sendi fyrir þremur dögum auglýsingu um þá í velvakandi en það hefur ekki birst ennþá. Vona að eitthvað komi út úr því og ég losni við þessi krútt á næstu dögum.
Vel gekk í gær að syngja fyrir hjúkkur þó myndavélarnar hvíldu á okkur, ég segi nú ekki eins og mara. Sá svo Kringluauglýsinguna nýju þar sem Særún, Katla, María, Stefanía o.fl. léttur sannarlega sjást og eru voða sætar.
Nú held ég að ég snúi mér að einhverju öðru áður en ég storma á raddæfingu...


Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter