<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, maí 25, 2004

Ég er greinilega að komast í einhvern sumarfíling. Er búin að taka þvílíkt vel til hér á bæ, heimilið algjörlega eins og farið hafi um það hvítur stormsveipur. Efast þó um að það verði þannig lengi. Aðrir fjölskyldumeðlimir hér pæla lítið í því hvernig er í kringum þá og eru iðin við að drasla út og sleppa því að ganga frá eftir sig. En það er trúlega þannig á fleiri bæjum en hér.
Ég grét úr hlátri yfir henni frænku minni í dag þegar hún fór á kostum að lýsa hörhörmunginni sem hún verður í á Ítalíu. Og það er svo gott að hlæja svona. Og Birna systir átti afmæli í dag og Halli yngri líka. Og John hangir utan á Kringlunni, voðalega sætur eins og reyndar alltaf, nema ef vera skyldi á sunnudagsmorgnum.
Fór með Maríu í dag í Samskipti til að redda þessum rútumiðum og þeir verða tilbúnir á morgun. Keyptum okkur báðar eins skó fyrir Ítalíu og fórum báðar með skó í viðgerð. Við erum að verða hálfgerði síamstvibbar.
Svo að allt öðru. Skil ekki hvernig hægt var að klúðra eins skemmtilegum þætti og Viltu vinna milljón. Ég held að þeir hafi tapað milljónum á því að reka Þorstein J. og ráða Jónas R. í staðinn. Mannanginn er algjörlega húmorslaus og ömurlegur stjórnandi. Þetta voru mínir uppáhaldsþættir en núna varla nenni ég að horfa á þessa þætti. Apahausar á Stöð2 að vita ekki þegar þeir voru með rétta manninn í þetta.
Man ekki eftir fleiru sem er að plaga mig í dag en ætti nú að drullast til að fara að sofa í hausinn á mér...fimm dagar í Ítalíu...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter