föstudagur, maí 21, 2004
Ég skal mála allan heiminn, elsku mamma, eintómt sólskin...Nú er sólskinsliturinn í ganginum niðri nánast horfinn og þvílíkur munur. Ég segi nú ekki meira. Það er svo skrítið hvað litir geta verið öðru vísi heima hjá manni en heima hjá næsta manni. Þessi guli litur var alveg dúndrandi fallegur heima hjá Sigrúnu frænku, en almáttugur hvað hann var ljótur hér. Og nú hefur hann fengið að víkja fyrir mínum gráu tónum. Ég er sem sagt að mála allt húsið meira og minna í gráskalanum og líkar það ljómandi vel eða kannski bara heimurinn sé orðinn svo grár að ég verð að hafa veggina hér í stíl við það. Enga armæðu...
Ég sem sagt hef lítið gert við þennan uppstingardag annað en að mála og þrasa við manninn minn. Hann vill gera hlutina svona en ekki hinsegin og það er ekki alveg að falla í kramið hjá mér. Hann kemur að vísu ekkert nálægt því að mála. Það er alfarið í mínum höndum. Reyndar er það ekki alveg rétt því hann hefur undanfarnar vikur þegar ekki hefur rignt staðið í því stórræði að bæsa grindverkið og þetta er sko margra metra langt grindverk enda dugir víst ekkert minna utan um 900 fermetra lóð. Og samt á hann eftir að girða meira.
Hrund fer í sína fyrstu skoðun næsta miðvikudag. Gaman að fá að vita nokkurn veginn upp á dag hvernær hún á að eiga. Mér líst best á 9. nóvember. En það kemur í ljós.
Tristan er með júkíóæði og neitar að gera nokkurn hlut nema fá júkíóspil í staðinn. Ofdekraður þessi angi minn. Svo eru prófin að byrja í næstu viku og þá verð ég víst að reyna að sinna þessum greyjum mínum eitthvað og þá er best að drífa það af að mála þennan gang. Sýnist á öllu að ég verði að fara þrjár umferðir yfir loftin til að þessi ógislegi guli litur hverfi. En nú ætla ég niður að skola pensla og svo í rúmið...
Ég sem sagt hef lítið gert við þennan uppstingardag annað en að mála og þrasa við manninn minn. Hann vill gera hlutina svona en ekki hinsegin og það er ekki alveg að falla í kramið hjá mér. Hann kemur að vísu ekkert nálægt því að mála. Það er alfarið í mínum höndum. Reyndar er það ekki alveg rétt því hann hefur undanfarnar vikur þegar ekki hefur rignt staðið í því stórræði að bæsa grindverkið og þetta er sko margra metra langt grindverk enda dugir víst ekkert minna utan um 900 fermetra lóð. Og samt á hann eftir að girða meira.
Hrund fer í sína fyrstu skoðun næsta miðvikudag. Gaman að fá að vita nokkurn veginn upp á dag hvernær hún á að eiga. Mér líst best á 9. nóvember. En það kemur í ljós.
Tristan er með júkíóæði og neitar að gera nokkurn hlut nema fá júkíóspil í staðinn. Ofdekraður þessi angi minn. Svo eru prófin að byrja í næstu viku og þá verð ég víst að reyna að sinna þessum greyjum mínum eitthvað og þá er best að drífa það af að mála þennan gang. Sýnist á öllu að ég verði að fara þrjár umferðir yfir loftin til að þessi ógislegi guli litur hverfi. En nú ætla ég niður að skola pensla og svo í rúmið...
Comments:
Skrifa ummæli