<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, maí 17, 2004

Ég ætlaði mér nú að fara snemma í rúmið í kvöld en eftir að hafa spilað kana til hálf eitt ákvað ég að rúlla enn eina ferðina yfir vegginn á ganginum sem ég gerði fyrr í dag með ósættanlegum árangri. Þegar málningarvinnunni lauk fór í tölvuna og ætlaði eiginlega ekki að gera neitt en gerði svo heilmikið.
Fór á tónleika Gospelsystra í kvöld með Maríu og mömmu hennar. Ágætis tónleikar en ég fæ enn og aftur á tilfinninguna að ég sé á tónleikum með einhverjum allt öðrum en Gospelsystrum. Fyrir hlé sungu þær þrjú lög einar af tólf og eftir hlé eitthvað svipað og ég er bara alls ekki sátt við það. Ég er að fara á þessa tónleika til að hlusta á Gospelsystur en ekki stúlknakór og einsöngvara út í eitt. Mér finnst allt í lagi að hafa einsöngvara á tónleikum en að þeir séu í aðalhlutverki, nei, ó nei. Og svo mætti kórinn sjálfur vera glaðlegri. Kannski eru þær bara ekkert glaðar yfir þvi að standa og þegja megnið af þeirra eigin vortónleikum. Og það er orðið svoldið þreytt að troða alltaf Stúlknakór Reykjavíkur inn í þeirra tónleika. Ég hefði sem sagt viljað heyra meira í kórnum sem ég fór til að hlusta á af þær eru frábærar og syngja eins og englar það litla sem þær fá að syngja.
Annars ekkert hér að ske frekar en fyrri daginn. Fórum í húsasmiðjubykóleiðangur í dag með John að skoða grindverk. Enduðum svo á því að kaupa lista í eldhúsið sem ég þarf að bæsa og lakka á morgun þegar ég vakna. Þarf svo að drífa í að mála ganginn niður áður en ég fer til Ítalíu. Oh, Ítalía ef tæpan hálfan mánuð. Æði, skæði og nú er það bælið sem freistar mín...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter