<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, maí 23, 2004

Gangurinn málaður og nú bíður bara gólfið eftir Arne. Líf mitt er jafn grátt og allt húsið er að verða eða þannig. Ég er með þúsund marbletti út um alla fætur og það er ekki flott á Ítalíu, þar sem maður gengur um berleggjaður. Ekki á það bætandi, ég með mínar ljótu labbir. Almáttugur ef þetta verður svo allt fest á filmu og sýnt fyrir alþjóð.
Þegar málningarverkinu lýkur taka við þvottar og þrif. Það er líf mitt í hnotskurn. Þvottar og þrif daginn út og inn því ef ég geri það ekki þrífst ég ekki hér. Og svo að pakka ofan í tösku því sem taka á með til Ítalíu, tæma þvottahúsið svo Arne geti málað það á meðan ég er úti og ég veit ekki hvar ég ætla að koma þessu drasli fyrir. Húsið hér er fullt af drasli. Drasl, drasl, drasl og aftur drasl...ekki lax, lax, lax og aftur lax.
Skrifa síðar þegar ég er í betra skapi...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter