miðvikudagur, maí 12, 2004
Hvað er nú í gangi á þessum blogger. Ég blogga ekki í nokkra daga og nú er allt umhverfið breytt og ég hef ekki hugmynd um hvað á að gera. Hvort tekst að troða þessu á netið verður svo bara að koma í ljós.
Þegar Ingibjörg fór að impra á því við mig í kvöld að ég yrði að fara að blogga hreinlega kom ég að fjöllum. Ég var bara búin að gleyma því að ég er víst bloggari. Halló, er hægt að vera svona utan við sig. Reyndar hef ég bara ekkert mátt vera að því að hafa tíma í blogg, so...en vonandi kemur núna betri tíð með blóm í haga, sæta langa sumardaga. Það minnir mig á að ég fór einmitt að hlusta og horfa á Katrínu og Tristan syngja á maraþontónleikum Kársnesskólakóranna, sem voru á sunnudaginn og þá söng einmitt krílakórinn sem Tristan er í þetta skemmtilega kvæði Halldórs Laxness...
Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga,
sæta langa sumardaga,
Það er gott að tölta um tún og trítla um engi,
einkum fyrir unga drengi.
Kannski borgar sig nú ekki að vitna svona beint í vísur Laxness, alveg hugsanlegt að Duna Halldórs lögsæki mig fyrir að geta ekki heimilda eða eitthvað.
Og er ekki bara næsta víst að sumarið er komið til að vera, að undanskyldum kannski 17. júní. Þá má allt eins búast við hressilegri ofankomu eða góðum jarðskjálfta.
Ranka farin af landinu með Peter sinn og Marinu. Þau komu svo sannarlega heim í sumarið, 25 stiga hiti og alles. En mikið er ég glöð að hún hafi hitt þennan mann, sem kemur almennilega fram við hana. Hún á það svo sannarlega skilið.
Og eftir að hafa tekið upp úr hundrað kössum heima hjá Maríu um helgina kom yfir mig hreinlætisæði sem lýsti sér í því að þrífa nokkrar eldhússkápa. Það kalla ég æði því slík og þvílíkt geri ég ekki einu sinni á jólum. Og svo er íbúðin hennar svo splukuný og fín og mitt þrjátíu og eitthvað ára hús er ómögulegt svo ég dreif í að mála forstofuna í gær og kláraði hana í dag og skrúfaði aftur upp hillur og skóskápa og setti allt á sinn stað og brunaði svo í Ikea og keypti slatta af tréherðatrjám, því það á víst að vera það albesta miðað við það sem þeir segja í Quere Eye for a straigt guy...(hef ekki hugmynd um hvernig á að skrifa þetta, mín enska stafsetning ekki í góðu formi). Svo nú eru bara tréherðatré í forstofunni hjá mér.
Asskoti góð kóræfing í kvöld og svo þarf ég að muna eftir því að syngja hjá hjúkkum annað kvöld og mæta á raddæfingu á fimmtudaginn. Þarf líka að muna eftir því inn á okkar léttsveitarsíðu. Úbbs...þar er komið inn þar. Flott.
Svo þarf ég líka að muna eftir því að fara á Gospelsystratónleikana á sunnudaginn. Hlakka til að sjá og heyra í þessum systrum mínum.
Og svo verður hún Hrund mín 25 ára á morgun. Verð að baka handa henni eitt stykki perutertu. Það er hennar uppáhald. Minna má það nú ekki vera. Og svo er ég að verða amma...
Þegar Ingibjörg fór að impra á því við mig í kvöld að ég yrði að fara að blogga hreinlega kom ég að fjöllum. Ég var bara búin að gleyma því að ég er víst bloggari. Halló, er hægt að vera svona utan við sig. Reyndar hef ég bara ekkert mátt vera að því að hafa tíma í blogg, so...en vonandi kemur núna betri tíð með blóm í haga, sæta langa sumardaga. Það minnir mig á að ég fór einmitt að hlusta og horfa á Katrínu og Tristan syngja á maraþontónleikum Kársnesskólakóranna, sem voru á sunnudaginn og þá söng einmitt krílakórinn sem Tristan er í þetta skemmtilega kvæði Halldórs Laxness...
Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga,
sæta langa sumardaga,
Það er gott að tölta um tún og trítla um engi,
einkum fyrir unga drengi.
Kannski borgar sig nú ekki að vitna svona beint í vísur Laxness, alveg hugsanlegt að Duna Halldórs lögsæki mig fyrir að geta ekki heimilda eða eitthvað.
Og er ekki bara næsta víst að sumarið er komið til að vera, að undanskyldum kannski 17. júní. Þá má allt eins búast við hressilegri ofankomu eða góðum jarðskjálfta.
Ranka farin af landinu með Peter sinn og Marinu. Þau komu svo sannarlega heim í sumarið, 25 stiga hiti og alles. En mikið er ég glöð að hún hafi hitt þennan mann, sem kemur almennilega fram við hana. Hún á það svo sannarlega skilið.
Og eftir að hafa tekið upp úr hundrað kössum heima hjá Maríu um helgina kom yfir mig hreinlætisæði sem lýsti sér í því að þrífa nokkrar eldhússkápa. Það kalla ég æði því slík og þvílíkt geri ég ekki einu sinni á jólum. Og svo er íbúðin hennar svo splukuný og fín og mitt þrjátíu og eitthvað ára hús er ómögulegt svo ég dreif í að mála forstofuna í gær og kláraði hana í dag og skrúfaði aftur upp hillur og skóskápa og setti allt á sinn stað og brunaði svo í Ikea og keypti slatta af tréherðatrjám, því það á víst að vera það albesta miðað við það sem þeir segja í Quere Eye for a straigt guy...(hef ekki hugmynd um hvernig á að skrifa þetta, mín enska stafsetning ekki í góðu formi). Svo nú eru bara tréherðatré í forstofunni hjá mér.
Asskoti góð kóræfing í kvöld og svo þarf ég að muna eftir því að syngja hjá hjúkkum annað kvöld og mæta á raddæfingu á fimmtudaginn. Þarf líka að muna eftir því inn á okkar léttsveitarsíðu. Úbbs...þar er komið inn þar. Flott.
Svo þarf ég líka að muna eftir því að fara á Gospelsystratónleikana á sunnudaginn. Hlakka til að sjá og heyra í þessum systrum mínum.
Og svo verður hún Hrund mín 25 ára á morgun. Verð að baka handa henni eitt stykki perutertu. Það er hennar uppáhald. Minna má það nú ekki vera. Og svo er ég að verða amma...
Comments:
Skrifa ummæli