mánudagur, maí 17, 2004
Hvurslags eiginlega dæmalausa bloggleysi er þetta hjá fólki núna. Enginn hefur skrifað neitt um helgina. Halló. Hvað er verið að setja mann í blogggírinn og svo nennir enginn að vera í honum nema ég.
Gleymdi víst að geta þess að ég þurfti ekki að henda kettlingunum eins og Jóhanna lagði til heldur auglýsti ég þessi krútt og hér komu hjón og fengu Skonsu til að gefa dóttur sinni í afmælisgjöf og svo hringdi kona og vildi fá fress í dýrahópinn sinn, sem eftir því sem ég man best, samanstóð af tveimur læðum, hundi og músum. Svo Stúart litli fór þangað. Og nú er Monsa ein eftir og Hrund ætlar að fá hana. Svo nú er Doppa svoldið óhress af því hún finnur ekki tvö af börnunum sínum en kannski líka glöð yfir því að hafa komið þeim sæmilega á legg og nú aðeins eitt eftir í heimahúsum.
Ætla að drífa í að lóda inn myndunum af myndavélinni og stytta buxurnar hennar Petru og mínar eigin líka. Og svo að bæsa listana. Og fariði nú að skrifa eitthvað skemmtilegt...
Gleymdi víst að geta þess að ég þurfti ekki að henda kettlingunum eins og Jóhanna lagði til heldur auglýsti ég þessi krútt og hér komu hjón og fengu Skonsu til að gefa dóttur sinni í afmælisgjöf og svo hringdi kona og vildi fá fress í dýrahópinn sinn, sem eftir því sem ég man best, samanstóð af tveimur læðum, hundi og músum. Svo Stúart litli fór þangað. Og nú er Monsa ein eftir og Hrund ætlar að fá hana. Svo nú er Doppa svoldið óhress af því hún finnur ekki tvö af börnunum sínum en kannski líka glöð yfir því að hafa komið þeim sæmilega á legg og nú aðeins eitt eftir í heimahúsum.
Ætla að drífa í að lóda inn myndunum af myndavélinni og stytta buxurnar hennar Petru og mínar eigin líka. Og svo að bæsa listana. Og fariði nú að skrifa eitthvað skemmtilegt...
Comments:
Skrifa ummæli