laugardagur, maí 15, 2004
Já, það er mikið spáð og spekúlerað á krónikkunni þessa dagana. Kvikmyndastjörnunar að finna sér ný nöfn og svona því ekki getur maður haldið sínum réttu nöfnum í frægðinni. Ég gæti verið bara She svona eins og Cher en það er eitthvað svo obvísus. Ef ég þýði nafnið mitt yfir á ensku er það victorypool holy svo kannski væri Victora Holy svoldið flott. Eða kannski Cilla White í mótsögn við Cillu Black sem var fræg einu sinni. Og svo mætti það vera eitthvað út í ítölskuna og vera SheShe Emilio eða Sisi Emilio. Ég mun velta þessu fyrir mér eitthvað áfram.
Annars er ekkert nýtt að gerast í mínu lífið þessa dagana. Bara sama tiltektin o.s.frv. Verð að mála vegginn á ganginum allan aftur eftir að ég tók niður blævænginn sem þar hékk, reyndar orðið á bláþræði svo hann endaði í tunnunni og þess vegna þarf ég að mála vegginn aftur. Og þar sem Arne planar að mála þvottahúsið og stiganna og gólfið niðri þarf ég að drífa í að mála ganginn áður en ég fer út. Losna við þennan hræðilega gula lit sem ég hef aldrei þolað, eins og hann var fallegur á veggjunum hjá Sigrúnu frænku. Og svo verð ég að stytta buxurnar hennar Petru. Verst að Ragnhildur er farin heim, annars hefði hún getað gert það fyrir mig.
Spiluðum aðeins við Arne og Maríu í gærkvöldi og ég skíttapaði. Ekkert gaman. Og enginn vill fá kettlinga núna fyrir sumarið, svo trúlega sit ég uppi með þá alla nema ég hendi þeim bara eins og Giovanna lagði til...
Annars er ekkert nýtt að gerast í mínu lífið þessa dagana. Bara sama tiltektin o.s.frv. Verð að mála vegginn á ganginum allan aftur eftir að ég tók niður blævænginn sem þar hékk, reyndar orðið á bláþræði svo hann endaði í tunnunni og þess vegna þarf ég að mála vegginn aftur. Og þar sem Arne planar að mála þvottahúsið og stiganna og gólfið niðri þarf ég að drífa í að mála ganginn áður en ég fer út. Losna við þennan hræðilega gula lit sem ég hef aldrei þolað, eins og hann var fallegur á veggjunum hjá Sigrúnu frænku. Og svo verð ég að stytta buxurnar hennar Petru. Verst að Ragnhildur er farin heim, annars hefði hún getað gert það fyrir mig.
Spiluðum aðeins við Arne og Maríu í gærkvöldi og ég skíttapaði. Ekkert gaman. Og enginn vill fá kettlinga núna fyrir sumarið, svo trúlega sit ég uppi með þá alla nema ég hendi þeim bara eins og Giovanna lagði til...
Comments:
Skrifa ummæli