<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, maí 12, 2004

Já, þetta með að verða bráðum amma. Hún Hrund mín á von á barni, reyndar komin voðalega stutt á leið og ef allt gengur að óskum fæ ég barnið nánast í fimmtugsafmælisgjöf í nóvember. Er hægt að hugsa sér betri gjöf í tilefni þess að maður fyllir hálfa öld. Og Hrundin mín er líka 25 ára í dag. Eitthvað var nú að bögglast fyrir sumum textinn í Siglingavísum þar sem kemur fyrir "...hrundin bjartra arma". Einhver skyldi ekki alveg þennan kveðskap, en svona til að upplýsa fólk þá merkir nafnið Hrund stúlka. Það sama er um Hlín og Hlíf.
Er akkúrat núna í augnablikinu að dúlla mér við að setja nýjustu lögin okkar Léttanna inn á lagalistann og hlusta á Vilja Lied í leiðinni. Og svo þarf ég að bæta honum Tomma okkar inn á tengla þar sem hann er komin með þessa fínu heimasíðu.
Það er eiginlega óþolandi hvernig hitastigið úti sveiflast til. Ég er alltaf að lækka og hækka á ofnum hér í húsinu og eftir smáhita í nokkra daga er ískalt hér inni. Ansans.
Vona að ég fari að koma allavega einum af þessum þremur sætu kettlingum á annað heimili. Þeir eru algjör krútt og helst vildi ég eiga þá alla, en það er ekki á allt kosið. Langar engan í kettling??
Ef þeir líkast eitthvað móður sinni í sér, þeir eru allavega ekkert líkir henni í útliti, þá verða þetta sæmdarkettir. Hún Doppa mín er besti kattarangi sem ég hef átt um æfina og hef ég átt þá þó nokkra.
En nú ætla ég að gera eitthvað af viti, ganga frá margra vikna þvotti og mála eitt stykki vegg, kannski fleiri ef ég kemst í stuð...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter