<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, júní 06, 2004

Dásamleg vika á Ítalíu liðin og aftur heim í hversdaginn og þó. Nóg að gera í garðinum, veðrið eins og best verður á kosið, glaðasólskin og steikjandi hiti, bara alveg eins og á Ítalíu.
Ég gæti trúlega skrifað heila bók um Ítalíu og það getur vel verið að ég geri það einhvern daginn. Þetta var reyndar svoldið strembin vika, fernir tónleikar á sjö dögum og mikil ferðalög. Fyrstu tónleikarnir í Riva, svo Feneyjar þar sem rigndi á okkur eldi og brennisteini, svo Torbole og loks Piacenza þar sem Jóhanna bjó um hríð. Allt saman einstaklega vel heppnaðir tónleikar og fullt af áhorfendum. Svaf eins og steinn í nótt í rúminu mínu og dreymdi tóma vitleysu, með kvikmyndatökulið allt í kring.
En nú ætla ég aftur í garðinn, klára að þrífa pallinn og svo að grilla í kvöld, enda veðrið til þess, ciao þar til síðar...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter