mánudagur, júní 14, 2004
Já það er stundum ekki heiglum hent hvað ég get verið dugleg. Arne kom hér í hádeginu og grunnaði gólfið á mettíma (reyndar ekki minn dugnaður) og María kom hér til að fá uppskrift af saltfiskforrétti. Kristrún systir hennar var að útskrifast með enn eina mastersgráðuna og hún þurfti að finna handa henni skemmtilega útskrifargjöf. Ætlaði að fá mynd eftir Þuríði Sigurðar eða Ingunni vinkonu sína en svo endaði hún á henni Freyju okkar léttu. Fór með henni þangað og þvílík dásemdar málverk sem konan sú hefur töfrað fram. Mynd eftir hana verður efst á óskalistanum yfir fimmtugsafmælisgjafir handa mér. Tristan var alveg heillaður af einni myndinni hennar og nú planar hann að fara oft til tannlæknis og hafa enga holu því pabbi hans er búin að lofa honum 5 þús. kr. í hvert skipti sem hann er holulaus. Já hann er útsjónasamur hann sonur minn. Á leiðinni frá Freyju komum við María við í fiskbúð og allt í einu helltist yfir mig myndarskapurinn, keypti rúmlega tvö kíló af fiskhakki og gerði úr þessu þessar fínu fiskbollur. Og fór með 16 stk. til tengdamömmu sem var alsæl. Hún þykist ekki kunna að búa til fiskibollur konan sú, en auðvitað getur hún það. Hún er alveg hreint ágætis kokkur.
Nú sit ég og skrifa diska og einn þeirra með stolnum stefum Tómasar skrifast bara alls ekki. Óþolandi því þetta er hreint frá diskur með píanótónlist. Búin að gera fjórar tilraunir og nú loksins tókst það, jibbí.
Besta að skrifa fleiri diska og svo svefn því Arne kemur eldsnemma í fyrramálið að mála...
Nú sit ég og skrifa diska og einn þeirra með stolnum stefum Tómasar skrifast bara alls ekki. Óþolandi því þetta er hreint frá diskur með píanótónlist. Búin að gera fjórar tilraunir og nú loksins tókst það, jibbí.
Besta að skrifa fleiri diska og svo svefn því Arne kemur eldsnemma í fyrramálið að mála...
Comments:
Skrifa ummæli