miðvikudagur, júní 09, 2004
Jæja, þá er maður eitthvað að jafna sig eftir þessa frábæru Ítalíuferð og ekki er verra að koma heima í þetta ítalíuveður sem hér virðist ríkja sumar eftir sumar. Er búin að vera óskaplega dugleg í garðinum, búin að þrífa og snurfusa pallinn og lagaði til í garðskúrnum í dag, setti niður tvö runna, færði til blóm og alles. Og svo er ég enn að þvo og þvo. Hvernig er hægt að safna upp svona miklum þvotti á einni viku. Almáttugur, þvoði sex vélar í gær og búin með tvær í dag, gat ekki byrjað að þvo fyrr en um þrjú þar sem mig vantaði þvottaefni og Hrund á bílnum. Og enn er óhreinn þvottur í ábyggilega einar sex vélar í viðbót, halló.
Já, Ítalía. Þetta er nú meira dásemdarlandið, ég verð nú bara að segja það. Ég er algjörlega kolfallin fyrir þessu landi, fólkinu sem þar býr og málinu sem það talar. Verð og ætla að læra meiri ítölsku og ætla alveg örugglega aftur til Ítalíu eins fljótt og auðið er.
Ef einhver vill fá nána ferðasögu endilega skoða síðuna hennar Willu.
Síðasti skóladagur í dag hjá krökkunum, einkunnafhending og öll stóðu þau sig ágætlega í þeim fögum sem einhverju máli skipta. Svo nú er bara sól og sumar og bjartir dagar...
Já, Ítalía. Þetta er nú meira dásemdarlandið, ég verð nú bara að segja það. Ég er algjörlega kolfallin fyrir þessu landi, fólkinu sem þar býr og málinu sem það talar. Verð og ætla að læra meiri ítölsku og ætla alveg örugglega aftur til Ítalíu eins fljótt og auðið er.
Ef einhver vill fá nána ferðasögu endilega skoða síðuna hennar Willu.
Síðasti skóladagur í dag hjá krökkunum, einkunnafhending og öll stóðu þau sig ágætlega í þeim fögum sem einhverju máli skipta. Svo nú er bara sól og sumar og bjartir dagar...
Comments:
Skrifa ummæli