mánudagur, júní 14, 2004
Mikið er skemmtilegt að lesa bloggið hennar Ingibjargar. Í henni rennur ennþá Ítalíublóð, heitt og seiðandi. Ég er sjálf algjörlega komin niður á jörðina eftir þessa dásemdarferð. Það er trúlega íslenska rigningin sem hefur komið mér niður á jörðina. Hún kemst þó ekki með tærnar þar sem sú feneyska hefur hælana.
Hef lítið gert sl. viku annað en að þvo þvott, laga til og falla aftur inn í minn íslenska raunveruleika. Og svo auðvitað að sakna daganna á Ítalíu með öllum þessum yndislegu konum.
Og svo kemur Arne á morgun að mála gólfið í kjallaranum og smiður að mæla fyrir glugganum í herberginu hennar Hrundar.
Og John langar til að fá gesti. María og Arne komu í grill á miðvikudaginn og ég held að hann vilji fleiri svoleiðist ljúf kvöld. Skil ekki alveg að þegar ég er dottin í það að vilja bara vera heima og gera ekki neitt þá vill hann allt í einu hafa fullt af fólki í kringum sig og gera eitthvað. Öðru vísi mér áður brá. Kannski er ég bara ekki nógu skemmtileg?
Held að ég dóli mér í rúmið. Þarf að vinna eitthvað pínulítið í fyrramálið og fara að koma þessum Frey frá svo ég geti gert það sem mig langar til, sem er nú reyndar ekki neitt sérstakt...
Hef lítið gert sl. viku annað en að þvo þvott, laga til og falla aftur inn í minn íslenska raunveruleika. Og svo auðvitað að sakna daganna á Ítalíu með öllum þessum yndislegu konum.
Og svo kemur Arne á morgun að mála gólfið í kjallaranum og smiður að mæla fyrir glugganum í herberginu hennar Hrundar.
Og John langar til að fá gesti. María og Arne komu í grill á miðvikudaginn og ég held að hann vilji fleiri svoleiðist ljúf kvöld. Skil ekki alveg að þegar ég er dottin í það að vilja bara vera heima og gera ekki neitt þá vill hann allt í einu hafa fullt af fólki í kringum sig og gera eitthvað. Öðru vísi mér áður brá. Kannski er ég bara ekki nógu skemmtileg?
Held að ég dóli mér í rúmið. Þarf að vinna eitthvað pínulítið í fyrramálið og fara að koma þessum Frey frá svo ég geti gert það sem mig langar til, sem er nú reyndar ekki neitt sérstakt...
Comments:
Skrifa ummæli