<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júní 24, 2004

Nú er ég endanlega að klikkast á þessu bloggi. Nú hleypur það út og suður og lætur eins og fífl. Búin að fá nóg.
Að öðru leyti er ég búin að vera ógeðslega duglegt í dag. Gangurinn niðri komin í horf og svo tók ég til í búrinu. Það mætti halda að hér væru skipulagsdagar, allt sett í plastkassa og alls kyns box og ég tel sjálfri mér trú um að nú finni ég allt sem ég þarf að leita að. Á nú samt alls ekki von á að svo verði. Yfirleitt finn ég svo góða staði fyrir allt mitt drasl að það tekur sko tímann sinn að finna það aftur.
Grilluðum í gær með Maríu og Arne og átum á okkur gat. Svo var spiluð heil brigde rúberta, án þess að ég hafi hugmynd hvað ég er að gera. Síðan nokkrir kanar á eftir.
Svaf allt of lengi frameftir í dag og ætla ekki að gera það aftur á morgun. Rut kíkti við með Leu að skoða kettlinginn. Og leitaði lengi að uppskrift fyrir Rut af brauðrúllutertu með beikoni en fann ekkert. En nú ætla ég að leggja nokkra kapla og fara svo í háttinn. Er andlaus og nenni ekki að skrifa á þetta leiðindablogg...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter