föstudagur, júní 18, 2004
Sautjándi júní að baki. Dásamlegt blíðviðri sem er óvenjulegt þennan dag. Segi eins og Ingibjörg að það er gott að þurfa ekki að hafa áhyggjur af krökkunum. Þau sjá algjörlega um sig sjálf á Rútstúni, koma og fara að vild og ekkert stress. Komum við hjá Rut og Friðgeiri á röltinu heim. Þau eru að koma pottinum í gagnið og miklar framkvæmdir á því heimilinu. Rut varð reyndar fyrir því óláni að taka næstum af sér puttann, hann hékk á bláþræði og þurfti að suma hann aftur á. Síðan rólegheit og grill og við nenntum ekki að fara í bæinn. Krakkarnir fóru bara sjálfir á Rútstún og um hálf ellefu kom Tristan heim og þá hafði Cesar vinur hans stungið sig á títuprjóni (vonandi ekki eitthvað verra en það) og hafði verið keyrður heim í löggubíl. Talaði aðeins við pabba hans og þau ætluðu að sjá til hvernig þetta færi. Aldrei þessu vant ekkert suð um gistingar hér og þar og allsstaðar. Kom Katrínu inn á sköpunarnámskeiðið og það byrjar á mánudaginn. Og síðan fara allir krakkarnir á reiðnámskeið sem byrjar 3. júlí. Og svo skellur alda ameríkana á um miðjan júlí. Gaman, gaman.
Arne búin að mála ganginn og þetta er allt að verða ótrúlega glæsilegt. Og nú stefni ég á rúmfaralagerinn að kaupa plastkassa í geymsluna. Skipulag og meira skipulag. Þoli ekki þessa pappakassa sem hringja saman við minnsta álag. Og svo í Byko að láta saga mdf plötu í hillur fyrir videóspólurnar niðri...
Arne búin að mála ganginn og þetta er allt að verða ótrúlega glæsilegt. Og nú stefni ég á rúmfaralagerinn að kaupa plastkassa í geymsluna. Skipulag og meira skipulag. Þoli ekki þessa pappakassa sem hringja saman við minnsta álag. Og svo í Byko að láta saga mdf plötu í hillur fyrir videóspólurnar niðri...
Comments:
Skrifa ummæli