miðvikudagur, júní 30, 2004
Setti inn myndir frá Oddu á léttsveitarvefinn í dag og dúllaði mér við það fram eftir degi. Dreif mig svo í Byko að panta aðra mdf plötu og láta saga hana niður eftir forskrift. Ætlaði svo að kíkja á Sollu en hún var ekki heima, María ekki heldur heima þegar ég hringdi. Sem sagt ekki nokkur maður heima hjá sér þessa dagana. Fór og verslaði í Fjarðarkaup(um). Veit aldrei hvort þetta eru ein eða fleiri kaup, trúlega fleiri af marka má það sem maður kaupir. Það er aldrei í eintölu. Ég þarf að hringja í foreldra mína. Þau komu frá Danmörku í gær og ég hef ekkert heyrt frá þeim.
Og hér er planað grillpartý með vinnufélögum John´s og mökum á föstudagskvöldið. Veit ekki hvernig skipulag er á því, hvað ég á að búa til og hvað ekki. Mun allavega búa til mitt fína Tiramisu og kannski eitthvað fleira.
Og Hrund fann hreyfingu í dag og fór líka í skoðun og allt í sómanum. Hlakka til að verða amma. Nenni ekki að skrifa meira, something else on my mind...
Og hér er planað grillpartý með vinnufélögum John´s og mökum á föstudagskvöldið. Veit ekki hvernig skipulag er á því, hvað ég á að búa til og hvað ekki. Mun allavega búa til mitt fína Tiramisu og kannski eitthvað fleira.
Og Hrund fann hreyfingu í dag og fór líka í skoðun og allt í sómanum. Hlakka til að verða amma. Nenni ekki að skrifa meira, something else on my mind...
Comments:
Skrifa ummæli