laugardagur, júní 19, 2004
Svei mér ef ég gerði bara ekki allt sem ég ætlaði að gera í dag og meira til. Byrjaði á að fara í Sorpu með gler úr Gaukshólunum sem voru að gera mig vitlausa, skröltandi við hvert bömp. Svo í Rúmfatalagerinn að kaupa plastkassa í geymsluna, í Bykó að kaupa og láta saga mdf plötu í hillur niðri, svo í Góða hirðinn að athuga hvort ég gæti notað hansahillu í gatið á innréttingunni, en það gekk ekki alveg upp. Þær eru of stuttar og of mjóar. Keypti í staðinn pastasett handa Hrund, fyrir pipar og salt og litla monsu. Heim með dótaríið og þá vantaði mig fleiri plastbox og renndi í rúmfatalagerinn í skeifunni og keypti fleiri. Og svo náttúrlega lagaði ég til í geymslunni í leiðinni. Allt orðið of skipulagt.
Svo nú getur John tekið sig til við smíðar og keypt sína langþráðu hjólsög eða hvað þetta nú heitir allt saman. Þessi þjónusta í Bykó er algjörlega til fyrirmyndar. Gott ef allsstaðar væri svona góð þjónusta.
Að öðru leyti er ég löt og nenni engu. Úbbs, ég ætlaði með gardínuefnið í póst til Ragnhildar. Geri það á morgun...eins og sá lati segir...
Svo nú getur John tekið sig til við smíðar og keypt sína langþráðu hjólsög eða hvað þetta nú heitir allt saman. Þessi þjónusta í Bykó er algjörlega til fyrirmyndar. Gott ef allsstaðar væri svona góð þjónusta.
Að öðru leyti er ég löt og nenni engu. Úbbs, ég ætlaði með gardínuefnið í póst til Ragnhildar. Geri það á morgun...eins og sá lati segir...
Comments:
Skrifa ummæli