föstudagur, júní 11, 2004
Þvottahrúgan hefur minnkað og sér núna í botninn á óhreinatauskörfunni. Sólin skín ekki eins mikið og í gær og fyrradag en ágætisveður samt. Hundrað hlutir sem ég þarf að gera. Börnin búin að snúa sólarhringnum við og mál að finna einhvern námskeið sem hægt er að senda þau á. Og svo þarf ég að hringja og fá mann í gluggan niðri hjá Hrund. Arne kemur í dag að undirbúa málun á stiganum og gólfinu niðri. Ætti að fara í Byko og láta saga plötu í hillur fyrir videóspólurnar. Er ennþá þreytt eftir Ítalíuferðina, en það er bara líkamleg þreyta. Sálin er enn uppfull að samverunni við létturnar. Og tengdamamma á afmæli í dag...
Comments:
Skrifa ummæli