<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, júlí 23, 2004

Eitthvað hafði nú misskilist tíminn sem hún dóttir mín átti að fara í sónarinn, átti víst að mæta tíu þó svo Robbi hafi verið búinn að hringja og fá staðfestan tímann kl. ellefu. En annar tími fékkst kl. tvö. Litla krílið í himnalagi og hreyfði sig mikið. Petra fór líka með okkur. Fannst þetta svoldið skrítið. Fínar myndir með vangasvipnum, alveg eins og pabbinn. Fengum að vita kynið en eitthvað vill Hrund ekki alveg segja öllum frá hvort það er. Segjum bara að ríkjandi kynið í hennar móðurfjölskyldu ráði og spái svo hver í það.
Er afspyrnulöt þessa dagana, einhvern vegin andlaus eftir dauða kettlingsins, sem situr eftir í minninu. Doppa að jafna sig eftir ófrjósemisaðgerðina, en virðist eitthvað dauf. Fylgist vel með henni því ekki vil ég lenda í því að horfa upp á hana fjara út. Það væri hræðilegt.
Fór á æfingu í gær fyrir brúðkaupið sem við nokkrar léttur eru að syngja í um helgina. Dóttir Guðmundu að gifta sig. Æfingin heima hjá Öllu gekk alveg ljómandi vel og Jóhanna peppaði okkur upp og sagði að við værum frábærar sem við náttúrlega erum. Svo nú er bara að læra textann nokkurn veginn og brosa og vera sætar.
Og eftir æfinguna var okkur boðið í afmæli hjá Margréti þar sem á borðum voru þvílíkar veigar. Hún er ekki lengi að hrista hnallþórurnar upp úr erminni, kom heim frá London kvöldinu áður. Verð að prófa marenzrúllutertuna hennar við fyrsta tækifæri. Skemmtilegt kvöld með skemmtilegum konum.
Eitthvað var nú mágkona mín að pæla í að rölta í búðir á Laugaveginum í dag og vill svo fara á skrall í kvöld. Er nú ekki alveg í því stuðinu enda er nákvæmlega ekkert að gerast í bænum þessa dagana. Langar samt að skreppa á miðvikudaginn og heyra í bandinu hennar Öllu. Er búin að vera á leiðinni til þessa oft en aldrei látið neitt verða úr því. Og svo var ég að lesa í Mogganum að Marianne Faithful er á leið til landsins í kringum afmælið mitt. Ætla á hana alveg örugglega.
En nú ætla ég að skella mér í sturtu og skreppa svo og mála pínu fyrir Bimbu. Minna má það nú ekki vera...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter