<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, júlí 28, 2004

Það er nokkuð ljóst að sumarið er ekki bloggtími. Fólk er út og suður í sumarfríum og má ekkert vera að því að segja öðrum frá og ég er ekki skömminni skárri.
Löngu búin að gleyma hvað ég hef gert af mér þessa vikuna. Kannski bara nánast lítið og þó. Málaði svoldið fyrir Bimbu og Einar Gylfa þarna um daginn og allt er þetta að smella hjá þeim og áætlaður flutningur seinnipartinn á morgun.
Fór og söng í brúðkaupi ásamt nokkrum eðalkonum úr Léttsveitinni við undirleik Öllu á laugardaginn. Gekk að ég held bara alveg hreint ágætlega og eftir sönginn komu Bimba, María og Binna ásamt hennar manni hér á pallinn í góða veðrið og sötruðum við saman svoldið rauðvín og möluðum saman inn í nóttina.
Daginn eftir örlítil þynnka sem enginn tími var til að velta sér upp úr því planað var matarboð að hætti Hlégerðinga hér um kvöldið. Grillaðaður lemonmustardchicken og mikið meðlæti. Jón bóndi sá sér ekki fært að mæta, en Rikke, Hanne, Halli og Hanne, Kristín og Inga og Halli eldri mættu hér og talað saman á öllum tungumálum nánast. Skemmtilegt kvöld og maturinn eiginlega of vel heppnaður ef það er hægt.
Í gær skroppið í Smáralindina í klukkustund með Kristínu og svo skötuselur hjá Ingu. Og í dag á Jómfrúnna í lunch og svo rápað um laugaveginn í allar design búðirnar þar. Keypti mér voða sætt bleikt úr við bleika kjólinn minn. Allt voða bleikt og sætt hjá mér. Kíkti aðeins við hjá Bimbu, naglhreinsaði nokkra lista og raðaði þeim upp að veggjum en varð þá eitthvað flökurt, hef ekki hugmynd út af hverju en hélt hér heim, upp í rúm og dormaði yfir sjónvarpinu fram eftir kvöld og nú er ég ekkert syfjuð...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter