miðvikudagur, júlí 21, 2004
Það eru enn allir í sjokki yfir dauða kettlingsins. Hrund svaf nánast ekkert sl. nótt og Petra mín grætur yfir þessu öllu saman. John fór með kettlinginn í krufningu upp á Keldur í gær og það tekur nokkra daga að finna út úr því hvað raunverulega gerðist. Sjálfri líður mér hálf illa yfir þessu öllu saman.
Við fórum svo með Doppu í morgun að láta taka hana úr sambandi. Og við vonum að hún veikist ekki því þá yrði allir óheyrilega daprir og það er nóg komið af því.
Stefnan tekin á Húsdýragarðinn í dag með Kristínu og Ísabellu. Inga og Halli ásamt Rikke og Hanne í vestfjarðatúr fram á föstudag svo Jón bóndi er einn í kotinu og Kristín verður víst að sinna honum.
Og þar sem ég er komin á fætur svona snemma ætla ég að reyna að ganga frá þvotti og þvo nokkrar vélar áður en haldið verður í húsdýrin...
Við fórum svo með Doppu í morgun að láta taka hana úr sambandi. Og við vonum að hún veikist ekki því þá yrði allir óheyrilega daprir og það er nóg komið af því.
Stefnan tekin á Húsdýragarðinn í dag með Kristínu og Ísabellu. Inga og Halli ásamt Rikke og Hanne í vestfjarðatúr fram á föstudag svo Jón bóndi er einn í kotinu og Kristín verður víst að sinna honum.
Og þar sem ég er komin á fætur svona snemma ætla ég að reyna að ganga frá þvotti og þvo nokkrar vélar áður en haldið verður í húsdýrin...
Comments:
Skrifa ummæli