þriðjudagur, júlí 13, 2004
Ég held að ég sé með ofnæmi fyrir sjálfri mér. Augun í mér eru sokkin inn í hausinn, og þegar líða tekur á kvöldið hætti ég að sjá í fókus. Og það er ekkert sem pirrar mig meira en þegar ég lít í spegil og ég er ljótari en ég á að mér að vera.
Dásamleg Léttsveitarútilega að baki. Aldrei verið jafnfjölmennt, held að mætt hafi yfir hundrað manns, mikið sungið, borðað og spjallað. Odda fór á kostum á gítarnum ásamt Gunnari. Það er nú ekkert slor að fá svona gæðaspilara til að halda okkur á réttu tónunum. Annars fékk ég komment frá mínum heittelskaða og börnunum mínum að ég hefði verið ívið of hávær á köflum. Gott að mig rekur ekki minni til þess, þó ég svo sem trúi þeim alveg. Mér liggur ansi hátt rómur stundum ( en bara stundum).
Finnst leiðinlegt til þess að vita að við höfum ekki gengið nógu vel um og það hafi verið sígarettustubbar út um allt. Ég tek þetta ekki til mín þar sem ég mætti með þrjá öskubakka á svæðið og notaði þá eins mikið og ég gat. Veit aftur á móti að börnin mín sáu um að ata allt svæðið út með bláberjum, en það samlagast vonandi náttúrunni fljótt og vel.
Ég fæ yfirleitt heiftarleg fráhvarfseinkenni eftir samveru við þessar yndislegu Léttur, langar ekki til að tala við nokkurn mann í marga daga á eftir. Reyndar kenni ég mínum bólgnu augum svoldið um það. Held að ég þurfi alvarlega að fara að hugsa um það að hætta að drekka rauðvín eða bara að drekka yfirleitt.
Hér bankar einhver...úbbs verið að skila Monsu. Hún hefur verið á einhverjum flækingi. Ætla að skella mér í sturtu og drífa svo í því að hringja í einhverjar kellur og smala í tupperware annað kvöld. Er einhver sem gefur sig fram...
Dásamleg Léttsveitarútilega að baki. Aldrei verið jafnfjölmennt, held að mætt hafi yfir hundrað manns, mikið sungið, borðað og spjallað. Odda fór á kostum á gítarnum ásamt Gunnari. Það er nú ekkert slor að fá svona gæðaspilara til að halda okkur á réttu tónunum. Annars fékk ég komment frá mínum heittelskaða og börnunum mínum að ég hefði verið ívið of hávær á köflum. Gott að mig rekur ekki minni til þess, þó ég svo sem trúi þeim alveg. Mér liggur ansi hátt rómur stundum ( en bara stundum).
Finnst leiðinlegt til þess að vita að við höfum ekki gengið nógu vel um og það hafi verið sígarettustubbar út um allt. Ég tek þetta ekki til mín þar sem ég mætti með þrjá öskubakka á svæðið og notaði þá eins mikið og ég gat. Veit aftur á móti að börnin mín sáu um að ata allt svæðið út með bláberjum, en það samlagast vonandi náttúrunni fljótt og vel.
Ég fæ yfirleitt heiftarleg fráhvarfseinkenni eftir samveru við þessar yndislegu Léttur, langar ekki til að tala við nokkurn mann í marga daga á eftir. Reyndar kenni ég mínum bólgnu augum svoldið um það. Held að ég þurfi alvarlega að fara að hugsa um það að hætta að drekka rauðvín eða bara að drekka yfirleitt.
Hér bankar einhver...úbbs verið að skila Monsu. Hún hefur verið á einhverjum flækingi. Ætla að skella mér í sturtu og drífa svo í því að hringja í einhverjar kellur og smala í tupperware annað kvöld. Er einhver sem gefur sig fram...
Comments:
Skrifa ummæli