mánudagur, júlí 19, 2004
Ég sé ekki í fókus. Ég held að ég sé að reykja frá mér sjónina eða eitthvað. Fór í gospelútilegum um helgina. Fyrsta útilegan þeirra og þetta var voða skemmtilegt, þó ekki hafi nú mætingin verið sú sama og hjá léttum um síðustu helgi. Mikið spjallað, sungið og hlegið. Fíla þessar gospelsystur í tætlur og vildi að kóræfingar hjá þeim og tónleikar væru jafnskemmtilegir og hjá okkur léttunum. En nú langar mig að byrja aftur og sjá hvort stefnan breytist ekki eitthvað.
Kristín kemur til landsins á morgun með Isabellu og matur hér annað kvöld svo ég held ég drulli mér í svefn. Svaf ekki yfir mig í útilegunni og aumingja Gunnsa svaf nánast ekki neitt. Nokkuð ljóst að vindsængin lekur og það var lítið loft eftir í henni í morgun og svo er kattarhlandslykt í tjaldinu svo ég held að ég skelli innra tjaldinu í þvottavélina. Það hlýtur að vera í lagi. Allt betra en hlandlyktin...
Kristín kemur til landsins á morgun með Isabellu og matur hér annað kvöld svo ég held ég drulli mér í svefn. Svaf ekki yfir mig í útilegunni og aumingja Gunnsa svaf nánast ekki neitt. Nokkuð ljóst að vindsængin lekur og það var lítið loft eftir í henni í morgun og svo er kattarhlandslykt í tjaldinu svo ég held að ég skelli innra tjaldinu í þvottavélina. Það hlýtur að vera í lagi. Allt betra en hlandlyktin...
Comments:
Skrifa ummæli