<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, júlí 20, 2004

Ja, hérna hér. Þetta er nú meiri dagurinn. Fór með Kristínu í klippingu til Jóu í morgun og nú er hún "funky" eins og hún orðar það. Ég dúllaði mér með Isabelle á meðan. Svo í Gauk í late lunch. Fór svo og keypti eina partýtjaldið sem fáanlegt er á stórkópavogssvæðinu eða þannig. Ekki alveg eins og ég hefði viljað en betra en ekkert. Svo heim að undirbúa matarboð hér í kvöld. Skemmtilegt kvöld og fínn matur að hætti grillmeistarans á heimilinu.
En svo fór Monsan að haga sér eitthvað skringilega, gubbaði og skeit og greinileg eins og verið væri að hræra innan í maganum á henni. Hún dröslaðist út greyið með skítaslóðina á eftir sér. Týndist svo inn í runna og alveg sama hvað Petra og Hrund leituðu, þær fundu hana ekki. Petra með mikinn áhyggjusvip og ég svoldið stressuð yfir útliti kattarins. Loks skilaðu hún sér inn og var alveg ógeðslega veik, himna yfir augunum og hún hreinlega grét af kvöldum. Reyndi og reyndi að ná í Dýraspítalann sem gefur upp bakvakt allan sólarhringinn, en ekkert gekk. Fann svo símann hjá dýralækni að nafni Helga og náði loks í hana eftir margar tilraunir rétt fyrir tvö. Þá var kattargreyið búið að æla öllu sem hægt var að æla. Helga þessi sagði mér að taka allan mat frá henni, hræra saman eina eggjarauðu og eina msk. af rjóma og píska saman og gefa svo kettlingunum á tveggja tíma fresti ca. eina tsk. eða varla það. Kom ofan í hana örlitlu og nú hangir þessi angi, reynir að mala þegar henni er klappað og nú verð ég bara að bíða örlítið lengur og reyna að koma ofan í hana annarri skeið áður en ég fer að sofa. Hræðilegt að horfa upp á svona dýr svona veik. Þetta gæti verið kattafár eða þá að hún hefur étið eitthvern skrattann úti einhvers staðar. Vona bara að henni batni en fer með hana til dýralæknis strax í fyrramálið.
Er sjálf að fara í klippingu og allar stelpurnar líka, en Tristan þrjóskast við og er að safna hári.
Ætla að kíkja aðeins á OC áður en ég hef kettinum meira af þessu jukki...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter