þriðjudagur, júlí 20, 2004
Það ríkir sorg hér á heimilinu því litla Monsan dó í nótt. Við tókum eftir því að hún var veik um ellefuleytið og rétt fyrir fjögur í nótt var hún dáin. Og við gátum ekkert gert. Það var ömulegt að horfa upp á dýrið svona veikt og það tók okkur Hrund langan tíma að viðurkenna að hún væri dauð og við gætum ekkert gert. Ég ætla að láta skoða hana og sjá hvort þetta hefur ekki verið kattafár, sem miðað við hvernig þetta gekk fyrir sig er líklegast. Við John fórum með Doppu upp á dýraspítala og létum sprauta hana við kattafári, þó svo það hafi lítið að segja ef hún er smituð nú þegar. En yfirleitt ná fullorðnir kettir að vinna sig út úr þessu fári, en í kettlingum þar sem líkamsstarfsemin er rosalega hröð er yfirleitt ekkert hægt að gera.
Hrund mín svaf nánast ekkert í nótt og Petra grét mikið í morgun þegar ég sagði henni að kettlingur hefði dáið. Bæði Doppa og Monsa eru mjög hænd að Petru...
Hrund mín svaf nánast ekkert í nótt og Petra grét mikið í morgun þegar ég sagði henni að kettlingur hefði dáið. Bæði Doppa og Monsa eru mjög hænd að Petru...
Comments:
Skrifa ummæli