fimmtudagur, júlí 08, 2004
Ætti þetta blogg ekki að vera til að skrifa hugsanir sínar. Ég er komin á þá skoðun að ég hugsi ekki neitt nema rétt í lok dags rétt áður en ég svíf inn í draumalandið. Ég er alltaf að skilja betur og betur söguna hennar Svövu Jakobsdóttur, "Saga handa börnum", en sú saga fjallar einmitt um móður þar sem börnin taka úr henni heilann og setja í krukku sem höfð er uppi á hillu. Konan finnur lítinn mun á sér án hans og getur gengið í öll sín verk. Þannig líður mér stundum. Þarf ekkert á mínum fína heila að halda. Get alveg gert allt sem ég geri án nokkurrar heilrar hugsunar. Æ, æ...mörg er mæðra mæðan.
Annars ætla ég að gera fullt í dag sem ég hef trassað undanfarna daga, klára að mála hilluna góðu og ganga frá 10 tonnum af þvegnum þvotti og undirbúa léttsveitarútilegu. Ég kemst aldrei úr náttfötunum fyrir fimm á daginn og ef einhver kíkir í kaffi hér er ég alltaf á náttunum að laga til eða eitthvað álika gáfulegt. Já líf mitt eru náttföt, óhreinn þvottur og drasl. Nei, ég segi nú bara svona.
Ansi hreint skemmtileg léttuganga á þriðjudaginn, metþátttaka þar eins og verður í útilegunni. Sumar okkar þurfa greinilega gulrót til að koma sér út úr húsi. En það var gaman að hitta aftur þessar frábæru konur, spjalla aðeins og hlæja. En nú dugar ekki lengur að dedisera, draga vírinn og emilera...
Annars ætla ég að gera fullt í dag sem ég hef trassað undanfarna daga, klára að mála hilluna góðu og ganga frá 10 tonnum af þvegnum þvotti og undirbúa léttsveitarútilegu. Ég kemst aldrei úr náttfötunum fyrir fimm á daginn og ef einhver kíkir í kaffi hér er ég alltaf á náttunum að laga til eða eitthvað álika gáfulegt. Já líf mitt eru náttföt, óhreinn þvottur og drasl. Nei, ég segi nú bara svona.
Ansi hreint skemmtileg léttuganga á þriðjudaginn, metþátttaka þar eins og verður í útilegunni. Sumar okkar þurfa greinilega gulrót til að koma sér út úr húsi. En það var gaman að hitta aftur þessar frábæru konur, spjalla aðeins og hlæja. En nú dugar ekki lengur að dedisera, draga vírinn og emilera...
Comments:
Skrifa ummæli