föstudagur, ágúst 13, 2004
Ekkert lát virðist á þessum dæmalausa hita sem vermir landann þessa dagana. Útlendingar kvarta unnvörpum yfir þessari endaleysu, enda að koma til Íslands til að kæla sig niður en ekki að lenda í einhverri hitabylgju hér norður í ballarhafi. Það hlýtur nú samt að vera nokkuð heitt þegar maður endist utandyra í nokkrar mínútur og drífur sig þá inn að kæla sig. Með þessu áframhaldi verðum við að fá okkur loftkælingu í bæði bíla og híbýli (get aldrei munað hvort ypsilonið er í hí eða bý).
Xander kvartar sáran yfir hita, komin alla leið frá Boston til að losna úr hitakófi og lendir svo hér í sama hitanum. Honum líkaði betur rigningin og rokið sem var á Snæfellsnesinu í síðustu viku, þó rignt hafi þá úr hófi. Hann er á hestanámskeiði og að farast úr hita.
Ég er afskaplega löt þessa dagana, aldrei þessu vant hef ég afsökun fyrir því að geta ekki tekið til í herbergjum krakkanna sem löngu er orðin þörf á. Reyndi í fyrradag að byrja inni hjá Katrínu þar sem alltaf er nóg af drasli, en gafst upp eftir fimm mínútur sökum hita. Ofninn á fjórum og glugginn lokaður. Petra fær nú borgað fyrir að taka til inni hjá sér og hún gerir það samviskusamlega einu sinni í viku og gerir það meira að segja bara vel, þurrkar af, ryksugar og skúrar og skiptir á rúminu og alles. Aldeilis munur það. Katrín aftur á móti lætur ekki ginnast af peningumtilboðum mínum eða þá að hún hreinlega leggur ekki í allt draslið sem inni hjá henni er. Ef hún aftur á móti fengi borgað fyrir að drasla út væri hún milljónamæringur. Hún er alltaf að búa eitthvað til og hefur aldrei tíma til að ganga frá eftir sig. Svo riður hún fötunum út úr skápunum hjá sér og setur þau aldrei inn aftur svo ég er endalaust að þvo föt sem aldrei hefur verið farið í, þau eru bara þarna á gólfinu með öllu hinu dótinu. Tristan lagar til þegar hann vantar pening. En nóg um peninga og tiltektir.
Kláraði í dag að setja alla diskana mína inn á ipod. Svo get ég dundað mér við það næstu daga að búa til alls konar lista og dúllerí.
María og Arne komu hér í kvöld og við grilluðum og spiluðum og kjöftuðum. Alltaf gaman að fá þau í heimsókn. Þyrftum bara að fara að gera þetta að reglu að taka frá eitt kvöld í viku og borða saman eða þá bara spila og sötra rauðvín. Bráðnauðsynlegt fyrir geðheilsuna.
Fimmtugsafmæli Hönnu á laugardaginn. Reyndar eiga hún, Vignir bróðir og Robbi öll afmæli 15. ágúst. En í dag, þ.e. 12. ágúst átti afi John´s afmæli og svo á Glenn afmæli í dag. Meira afmælisstandið í þessum ágústmánuði. Og Petra var í afmæli Sigrúnar Finns í dag. Katrín eyddi deginum í sólinni í Nauthólsvík og Tristan fyllti garðinn af drengjum.
Ekkert bólar enn á barnabarni Gunnsunnar.
En nú ætla ég annað hvort að drusla mér í háttinn eða dúlla mér aðeins í að setja saman lagalista...
Xander kvartar sáran yfir hita, komin alla leið frá Boston til að losna úr hitakófi og lendir svo hér í sama hitanum. Honum líkaði betur rigningin og rokið sem var á Snæfellsnesinu í síðustu viku, þó rignt hafi þá úr hófi. Hann er á hestanámskeiði og að farast úr hita.
Ég er afskaplega löt þessa dagana, aldrei þessu vant hef ég afsökun fyrir því að geta ekki tekið til í herbergjum krakkanna sem löngu er orðin þörf á. Reyndi í fyrradag að byrja inni hjá Katrínu þar sem alltaf er nóg af drasli, en gafst upp eftir fimm mínútur sökum hita. Ofninn á fjórum og glugginn lokaður. Petra fær nú borgað fyrir að taka til inni hjá sér og hún gerir það samviskusamlega einu sinni í viku og gerir það meira að segja bara vel, þurrkar af, ryksugar og skúrar og skiptir á rúminu og alles. Aldeilis munur það. Katrín aftur á móti lætur ekki ginnast af peningumtilboðum mínum eða þá að hún hreinlega leggur ekki í allt draslið sem inni hjá henni er. Ef hún aftur á móti fengi borgað fyrir að drasla út væri hún milljónamæringur. Hún er alltaf að búa eitthvað til og hefur aldrei tíma til að ganga frá eftir sig. Svo riður hún fötunum út úr skápunum hjá sér og setur þau aldrei inn aftur svo ég er endalaust að þvo föt sem aldrei hefur verið farið í, þau eru bara þarna á gólfinu með öllu hinu dótinu. Tristan lagar til þegar hann vantar pening. En nóg um peninga og tiltektir.
Kláraði í dag að setja alla diskana mína inn á ipod. Svo get ég dundað mér við það næstu daga að búa til alls konar lista og dúllerí.
María og Arne komu hér í kvöld og við grilluðum og spiluðum og kjöftuðum. Alltaf gaman að fá þau í heimsókn. Þyrftum bara að fara að gera þetta að reglu að taka frá eitt kvöld í viku og borða saman eða þá bara spila og sötra rauðvín. Bráðnauðsynlegt fyrir geðheilsuna.
Fimmtugsafmæli Hönnu á laugardaginn. Reyndar eiga hún, Vignir bróðir og Robbi öll afmæli 15. ágúst. En í dag, þ.e. 12. ágúst átti afi John´s afmæli og svo á Glenn afmæli í dag. Meira afmælisstandið í þessum ágústmánuði. Og Petra var í afmæli Sigrúnar Finns í dag. Katrín eyddi deginum í sólinni í Nauthólsvík og Tristan fyllti garðinn af drengjum.
Ekkert bólar enn á barnabarni Gunnsunnar.
En nú ætla ég annað hvort að drusla mér í háttinn eða dúlla mér aðeins í að setja saman lagalista...
Comments:
Skrifa ummæli