<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Ekki toldi ég lengi í útilegunni með frantzslegtinu. Lögðum af stað í gær, gistum eina nótt í Stykkishólmi, fórum í siglingu um eyjarnar og svo haldið á Arnarstapa. Þegar þangað var komið nennti ég ekki meir og ákvað eftir mikla umhugsun að fara bara heim í stað þess að vera í tvær nætur í viðbót og láta mér leiðast. Ég er nú ekki mikil útilegukona, finnst samt allt í lagi að fara í eina og eina útilegu, en útilega að hætti frantzara er ekki að mínu skapi eða ætti ég kannski frekar að segja að hætti Jóns bónda, þ.e. tengdaföður míns. Ég bara nenni ekki að pæla ekki í hvenær næsta tækifæri er að fá sér drykk eða mat. Það er fyrir mestu að eiga nóg af áfengi til að skola niður matnum, sem eru að mestu samlokur sem tengdadætrunum er sett fyrir að smyrja. Jís, hvað ég er bara alls ekki til í það. Ég get séð um að koma mat ofan í mig og mína, en að smyrja samlokur í massavís fyrir alla eftir skipun er ekki alveg það sem ég fíla. Svo ég held að það hafi verið rétt ákvörðun hjá mér að koma mér bara í bæinn og leyfa mínum ektamaka að vera í friði í sinni útilegu með sínum án þess að vera að plaga hann með mínum pirringi. Vona bara að hann muni eftir því að hann er með krakkagarmana með og týni þeim ekki.
En nú held ég að tími sem komin á mitt mjúka ból þó ég kúri þar karlsmannslaus. Hrundsan mín allt í einu komin má sæta kúlu og kisan pakksödd af harðfiski úr Bjarnarhöfn...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter