sunnudagur, ágúst 15, 2004
Engan enda tekur að setja inn á ipodið. Fékk lánaða fulla tösku af diskum hjá Arne og Maríu og er búin að setja slatta af þeim inn. Ætla að reyna að skila þeim í kvöld. Arne líður ekki vel að vita að diskunum sínum út í bæ. Lánar þá aldrei út úr húsi og ég skil hann vel. Er ekki hrifin af því sjálf og mundi ekki láta hvern sem er fá þá. En ég passa diskana hans eins og sjáaldur auga míns og vona að standi undir þessu trausti.
Fórum hjónin í fimmtugsafmæli Hanne. Dásamlegt veður og sæmileg mæting þrátt fyrir að mikið af fólki sé út úr bænum. Sungið og dansað, spjallað og bara gaman. Sé að ég þarf að fara að plana mitt eigið fimmtugsafmæli og reyna að koma mér niður á hvað ég ætla að gera. Er svo sem með það í kollinum. Planið að halda sameiginlegt afmæli okkar John´s í október í kringum brúðkaupsafmælið okkar og vera þá með fjöldskyldu og sameiginlega vini. Á mínu afmæli langar mig bara til að vera með konur og stefni á það. Hef ekki hugmynd hvernig ég ætla að haga veitingum eða hvernig ég ætla að koma fjölda fólks fyrir hér í húsinu. Á ekki von á að hægt sé að vera mikið úti í nóvember, þó það sé aldrei að vita. En þetta verður ágætis upphitun fyrir væntanlega fermingu Petru á næsta ári.
Tengdamúmmsan talaði nú við mig í veislunni í gær, en hafði á orði að sporðdrekar væru langræknir og bæðust aldrei afsökunar á gerðum sínum. Ég var nú ekki alveg tilbúin að taka undir þessi rök, sagði að þeir væru ekki langræknir og bæðust fyrirgefningar ef þeir sæu ástæðu til. Sumir ættu kannski að líta í eigin barm. Ekki var ég að ausa svívirðingum yfir hana heldur öfugt svo ég veit ekki alveg hver á að biðjast afsökunar við hvern. hmmm....
John fór með Xander og Tristan á slökkviliðssýningu í Hafnarfirði og Petra telur flöskur í poka. Katrín að föndra inni í herbergi og ég í tölvunni. Þannig er nú lífið hér á sunnudagseftirmiðdegi í örlítilli þynnku...
Fórum hjónin í fimmtugsafmæli Hanne. Dásamlegt veður og sæmileg mæting þrátt fyrir að mikið af fólki sé út úr bænum. Sungið og dansað, spjallað og bara gaman. Sé að ég þarf að fara að plana mitt eigið fimmtugsafmæli og reyna að koma mér niður á hvað ég ætla að gera. Er svo sem með það í kollinum. Planið að halda sameiginlegt afmæli okkar John´s í október í kringum brúðkaupsafmælið okkar og vera þá með fjöldskyldu og sameiginlega vini. Á mínu afmæli langar mig bara til að vera með konur og stefni á það. Hef ekki hugmynd hvernig ég ætla að haga veitingum eða hvernig ég ætla að koma fjölda fólks fyrir hér í húsinu. Á ekki von á að hægt sé að vera mikið úti í nóvember, þó það sé aldrei að vita. En þetta verður ágætis upphitun fyrir væntanlega fermingu Petru á næsta ári.
Tengdamúmmsan talaði nú við mig í veislunni í gær, en hafði á orði að sporðdrekar væru langræknir og bæðust aldrei afsökunar á gerðum sínum. Ég var nú ekki alveg tilbúin að taka undir þessi rök, sagði að þeir væru ekki langræknir og bæðust fyrirgefningar ef þeir sæu ástæðu til. Sumir ættu kannski að líta í eigin barm. Ekki var ég að ausa svívirðingum yfir hana heldur öfugt svo ég veit ekki alveg hver á að biðjast afsökunar við hvern. hmmm....
John fór með Xander og Tristan á slökkviliðssýningu í Hafnarfirði og Petra telur flöskur í poka. Katrín að föndra inni í herbergi og ég í tölvunni. Þannig er nú lífið hér á sunnudagseftirmiðdegi í örlítilli þynnku...
Comments:
Skrifa ummæli