<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, ágúst 06, 2004

Það er algjörlega með ólíkindum hvað fólk getur verið drullulegt og ókurteist. Hún Inga mín, þ.e. tengdó, fór gjörsamlega yfir strikið í kvöld. Ég mátti svo sem vita það að ég fengi eitthvað skítkast frá henni fyrir það að hafa yfirgefið útileguna, en fyrr má nú aldeilis fyrrvera. Ég var búin að tala um það við hana að bjóða Arne og Maríu upp á Sand og henni fannst það voðalega fín hugmynd, þar sem Maríu langaði til að hitta aftur Daníel og Christine og Arne langaði að hitta systkini John´s. Aftur á móti virtist sem ég hefði aldrei minnst á það að bjóða þeim, hef trúlega talað um þetta eftir of marga sexara. Ég gleymi því greinilega að þetta fólk missir minnið eftir klukkan sex á kvöldin. En allavega Inga var bæði ókurteis við mig að ég tali nú ekki um Maríu og Arne, sem ég er alveg rosalega reið yfir akkúrat núna. Ég veit ekki betur en að ég hafi tekið hér vel á móti hennar vinum í skötuveislu í einhver skipti og sé boðin og búin að halda hér fjölskylduboð þegar börnin hennar koma frá Bandaríkjunum af því að hún getur það ekki (þ.e. nennir því ekki).
Og það sem ég fékk að heyra var að aumingja börnin mín hafi verið rennandi blaut og fatalaus og engin mamma á staðnum til að hugsa um þau. María sagði þá að það væri nú gott að þau ættu pabba til að hugsa um þau. Og þá kom frá Ingu að það væri nú gott og þau þyrftu trúlega ekkert að eiga mömmu. Ég hefði kannski átt að segja henni frá því að einu minningar sem sonur hennar á frá útlegum þegar hann var krakki að honum var alltaf kalt og ef hann kvartaði við foreldra sína fékk hann smá klapp á bakið og svo hvort honum væri ekki að hlýna. Engum datt í hug að reyna að koma honum í meiri og hlýrri föt, enda allir yfirleitt hálfrænulausir af áfengisdrykkju.
En nóg um þetta tengdalið. Nenni ekki að velta mér upp úr þessu. Þegar við yfirgáfum Sand um ellefuleytið var Inga orðin ofurölvi og þvöglumælt og hún var ábyggilega ekki ein um það. Jón bóndi var hættur að vita hvort hann var að koma eða fara. Hvernig stendur á því að maður endar uppi með svona tengdaforeldra sem sífellt eru að amast út í allt sem ég geri. Ég er allavega búin að fá nóg af skítkasti í bili og held að tími sé komin á pásu frá þessu liði í einhvern tíma.
Vona allavega að ég hafi þroska til að láta þetta ekki pirra mig í marga daga. Er bara reið núna yfir því hvernig þau komu fram við mína vini, aljgörlega óþolandi framkoma.
Tristan ákvað að koma heim, var búin að fá nóg af tjaldbúðunum og langaði heim í sitt hlýja ból með mömmsunni...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter