þriðjudagur, ágúst 10, 2004
Úff, þetta ipod er algjörlega að fara með geðheilsu mína. Ég afrekaði náttúrlega að stroka allt út af því sem Dee var búin að setja inn. Hefði gjarnan viljað eiga eitthvað af því, en allt fór þetta út í buskann eins og myndirnar á myndavélinni minni forðum. Engin leið til að bakka. Svo dettur stundum út það sem ég er búin að setja inn. Ég þarf endalaust að vera fikta og gera eitthvað sem ég á greinilega ekki að gera.
Þvílikt dásemdarveður úti núna, mælinn kominn í 23°C hér í skugga. Reyni að reka börnin mín út í góða veðrið en það tekst nú svona og svona. Um að gera að njóta þessarar veðurblíðu á meðan hún stendur, en svona segja (ó)veðurfræðingar að veðrið eigi að vera fram á sunnudag.
Tiltekt stendur nú reyndar yfir á þessu heimili, endalaust drasl eftir veru útlendinganna hér. Ekki að það pirri mig neitt. Tek þessu öllu saman með jafnaðargeði. Þreif allavega millihæðina hér í gær og krakkaherbergin næst á dagskrá og baðið. Og enn hef ég ekki komið mér í að ganga frá þvottastæðunni í svefnherberginu. Þarf líka að festa tölu á uppáhaldsinnibuxurnar af bóndanum.
Best að gera eitthvað annað en að blogga. Og by the way, aumingja Frikki, alltaf strikaður út...
Þvílikt dásemdarveður úti núna, mælinn kominn í 23°C hér í skugga. Reyni að reka börnin mín út í góða veðrið en það tekst nú svona og svona. Um að gera að njóta þessarar veðurblíðu á meðan hún stendur, en svona segja (ó)veðurfræðingar að veðrið eigi að vera fram á sunnudag.
Tiltekt stendur nú reyndar yfir á þessu heimili, endalaust drasl eftir veru útlendinganna hér. Ekki að það pirri mig neitt. Tek þessu öllu saman með jafnaðargeði. Þreif allavega millihæðina hér í gær og krakkaherbergin næst á dagskrá og baðið. Og enn hef ég ekki komið mér í að ganga frá þvottastæðunni í svefnherberginu. Þarf líka að festa tölu á uppáhaldsinnibuxurnar af bóndanum.
Best að gera eitthvað annað en að blogga. Og by the way, aumingja Frikki, alltaf strikaður út...
Comments:
Skrifa ummæli