laugardagur, ágúst 28, 2004
hmm...hvað á ég nú að skrifa um. Foreldrar mínir komu hér í heimsókn í dag og pabbi settur í berjatínslu sem leiðir það af sér að ég þarf að leggjast í sultugerð.
Skrapp til Stínu að stækja indesign diska en þeir virka því miður ekki á pc. Það er víst þannig að pc virkar á makkann en ekki öfugt. Druslu Microsoft eða druslu apple.
Og svo fórum við hjónin til Arne og Maríu í pottakynningu. Og viti menn. Dásamlegir pottar og dásamlegur matur sem upp úr þeim kom. Asskoti dýrir en vonandi peninganna virði. Svo brátt verður það hollustan sem hér ræður ríkjunum. Þetta er náttúrlega bilun. Er ekki bara málið að fara í bankann og fá hagstætt fasteignalán fyrir þessum ósköpum. Og taka í leiðinni lán fyrir öllu hinu sem er inn í framtíðarplönum, sem sagt glerhýsi, heitur pottur og nýjan bílskúr og svo náttúrlega pottarnir. Ég held það bara. Og svo bara að halda eina kynningu og fá grænmetiskvörnina góðu. Þá erum við búin að græða heilan helling, fría rafmagnspönnu og kvörn. Svona á að gera hlutina, koma sjá og sigra.
Annars ætlaði ég inn á netið núna til að sjá hvaða snillingur er að syngja Somewhere over the rainbow í einhverri umferðarráðsauglýsingu og svo núna í myndinni 50FirstDates. Asnaleg mynd en dúndrandi gott soundtrack.
Á morgun er það sultan og kannski einhver tiltekt, t.d. í bílskúrnum, sorpa og úlpukaup á krakkana...
Skrapp til Stínu að stækja indesign diska en þeir virka því miður ekki á pc. Það er víst þannig að pc virkar á makkann en ekki öfugt. Druslu Microsoft eða druslu apple.
Og svo fórum við hjónin til Arne og Maríu í pottakynningu. Og viti menn. Dásamlegir pottar og dásamlegur matur sem upp úr þeim kom. Asskoti dýrir en vonandi peninganna virði. Svo brátt verður það hollustan sem hér ræður ríkjunum. Þetta er náttúrlega bilun. Er ekki bara málið að fara í bankann og fá hagstætt fasteignalán fyrir þessum ósköpum. Og taka í leiðinni lán fyrir öllu hinu sem er inn í framtíðarplönum, sem sagt glerhýsi, heitur pottur og nýjan bílskúr og svo náttúrlega pottarnir. Ég held það bara. Og svo bara að halda eina kynningu og fá grænmetiskvörnina góðu. Þá erum við búin að græða heilan helling, fría rafmagnspönnu og kvörn. Svona á að gera hlutina, koma sjá og sigra.
Annars ætlaði ég inn á netið núna til að sjá hvaða snillingur er að syngja Somewhere over the rainbow í einhverri umferðarráðsauglýsingu og svo núna í myndinni 50FirstDates. Asnaleg mynd en dúndrandi gott soundtrack.
Á morgun er það sultan og kannski einhver tiltekt, t.d. í bílskúrnum, sorpa og úlpukaup á krakkana...
Comments:
Skrifa ummæli