<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, ágúst 01, 2004

Hér er orðið allt fullt af ameríkönum með tjöld sem þola ábyggilega ekki íslenska veðráttu. Og allir keppast við að elda ofan í allt þetta fólk. Gerði kjúkling á spænska vísu í gær og hann var hreint dásamlegur. Hér kemur uppskriftin:

Spænskur kjúklingur a la Magga Hrefna
fyrir átta

2 heilir kjúklingar eða 8 bringur
1/2 hvítlaukur saxaður
1/4 bolli rauðvínsedik
1/8 bolli oregano
1/2 bolli sveskjur
1/4 bolli grænar olívur
1/4 bolli kapers
1 bolli olívuolía
6 lárviðarlauf
Salt og pipar eftir smekk

Blanda öllu saman í skál. Ef bringur eru notaðar eru þær skornar í þrjá bita.

Bringurnar maríneraðar í leginum í 6-24 klst.
Sett í eldfast mót.

1/2 bolli hvítvín, 1/2 bolli púðursykur og 1/4 bolli steinselja hrært saman og hellt yfir.
Steikt í 180°C heitum ofni í 30-40 mínútur.

Borið fram með fersku salati og brauði.

Þarf að fara að koma í lag nýrri krónikku þar sem einungis eiga að koma uppskriftir í næstu uppskriftabók okkar Létta.

Nenni eiginlega ekki að skrifa. Fer á Snæfellsnesið á morgun í fjóra daga með öllum þessum útlendingum, samtals 18 manns með mér og mínum. Það verður fróðlegt að vita hvernig Jón bóndi verður í þessari ferð. Hvort hann fær að ráða eða verður látinn fylgja meirihlutanum. Skrifa þegar ég kem heim aftur eða seinna í dag ef ég hef ekkert annað að gera...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter