<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, ágúst 20, 2004

Loksins, loksins, loksins kom ég þessu öllu inn á ipodið. Og það kostaði sko streð, tölvan endalaust að frjósa. Þetta iTunes forrit er með ólíkindum ömulegt enda frá apple. Af tvennu illu má á þá heldur biðja um microsoft.
Og nú er Gunnsudóttir komin á fæðingardeildina og búið að setja hana af stað. Spennandi að fylgjast með gangi mála. Mín dóttir er að verða svoldið myndarleg en samt sést ekki mikið að hún er komin sex mánuði á leið. Þetta fer henni vel og fer líka vel með hana. Og ég hlakka mikið til að verða amma og fá eitt lítið hér í húsið aftur.
Annars ekkert merkilegt að gerast. John ætlar á Sand í kvöld með krakkana svo ég verð ein í kotinu. Finnst það voðalega notarlegt að geta bara dúllað mér og helst ekki gert neitt nema dvelja í eigin heimi.
Og svo er menningarnótt á morgun...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter