fimmtudagur, ágúst 05, 2004
Mikið er ég fegin að ég dreif mig í bæinn og hætti þessu útilegustandi. Svaf eins og engill alein í mínu fína rúmi langt fram eftir morgni.
Odda kíkti hér með myndirnar úr útilegunni en eitthvað hefur skrifið á diskana mistekist því ég gat ekki opnað þá. Svo hún verður að leggjast yfir þetta og stúdera næsta mánuðinn. Hún ætti eiginlega að fá Maríu í heimsókn til að fá smákennslu í þessu öllu saman.
Kíkti svo aðeins til Bimbu en þar var María að hjálpa henni í að koma sér betur fyrir. Þetta er allt að koma á þeim bænum þó mikið sé eftir enda eru þau nýflutt og svona. Ólíkt skemmtilegri félagsskapur með þeim stöllum en slegtinu í útilegunni.
Ég ætlaði nú að vera óhemju dugleg að taka hér til, þurrka af sem ekki er vanþörf á og bara þrífa yfirleitt, en einhvern veginn nenni ég því ekki. Geri kannski eitthvað á eftir.
Stefnan tekin á Sand í kvöld í læragrillveislu að hætti Rutar og Friðgeirs. Flestir ætla að gista þar en ekki ég. Vona að Arne komist með en allavega tek ég Maríu og Hrund með mér. Hrund er í sumarfríi og hefur svo sem ekkert betra að gera. En Arne ætti að komast með ef það heldur áfram að rigna eins og hefur gert undanfarna daga.
Well, nú ætla ég að taka á honum stóra mínum og gera eitthvað af viti ef það kallast vit að taka til og setja í þvottavél...
Odda kíkti hér með myndirnar úr útilegunni en eitthvað hefur skrifið á diskana mistekist því ég gat ekki opnað þá. Svo hún verður að leggjast yfir þetta og stúdera næsta mánuðinn. Hún ætti eiginlega að fá Maríu í heimsókn til að fá smákennslu í þessu öllu saman.
Kíkti svo aðeins til Bimbu en þar var María að hjálpa henni í að koma sér betur fyrir. Þetta er allt að koma á þeim bænum þó mikið sé eftir enda eru þau nýflutt og svona. Ólíkt skemmtilegri félagsskapur með þeim stöllum en slegtinu í útilegunni.
Ég ætlaði nú að vera óhemju dugleg að taka hér til, þurrka af sem ekki er vanþörf á og bara þrífa yfirleitt, en einhvern veginn nenni ég því ekki. Geri kannski eitthvað á eftir.
Stefnan tekin á Sand í kvöld í læragrillveislu að hætti Rutar og Friðgeirs. Flestir ætla að gista þar en ekki ég. Vona að Arne komist með en allavega tek ég Maríu og Hrund með mér. Hrund er í sumarfríi og hefur svo sem ekkert betra að gera. En Arne ætti að komast með ef það heldur áfram að rigna eins og hefur gert undanfarna daga.
Well, nú ætla ég að taka á honum stóra mínum og gera eitthvað af viti ef það kallast vit að taka til og setja í þvottavél...
Comments:
Skrifa ummæli