<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, ágúst 09, 2004

Nú eru allir ameríkanar farnir til síns heima nema Xander sem verður hér til 28. ágúst. Fór ekki í matinn til Halla og Hönnu þar sem ég nennti ekki að taka við meiri blammeringum. Allir afskaplega þreyttir eftir göngu yfir Esjuna í grenjandi rigningu. Ég náttúrlega fór ekki í þá göngu. Hef gengið þetta einu sinni og það nægir mér fyrir ævina. Alveg hissa að Katrín mín skyldi hafa það að labba þessa leið. Tristan var hér heima og fór því ekki.
Á laugardaginn var farið í bæinn að fylgjast með gay pride göngunni niður laugaveginn, farið í búlluna og étnir bestu hamborgarar bæjarins og kíkt við í Kolaportinu. Um kvöldið fóru svo allir út á lífið, nema Daníel og Christine sem vildu eyða síðasta kvöldinu með syni sínum og þau voru náttúrlega líka að passa hina 7 grísina sem heima voru. Sofið út um allt.
Byrjuðum á GrandRokk og dansað þar í einhvern tíma við undirleik blúsbands Pollock bræðra og svo á Nasa í þvílíka mannmergð. Rölt við á Rex og svo heim.
Svo fóru allir, nema ég auðvitað, að borða á Flugleiðum áður en haldið var til USA. Og Dee gaf mér ipottið sitt. Vá, þvílíkt leikfang. Hafði það nú reyndar af að eyða út öllu sem á því var, þ.e. allri músíkinni sem Dee var búin að setja þar inn og engin leið til baka eins og á myndavélinni. Ætlaði að eyða allt öðru út en...það er víst ekki aftur tekið. Fíflið ég. Það voru allavega nokkrar plötur þarna sem ég hefði viljað eiga, þó megnið hafi nú verið eitthvað sem ég er ekki hrifin af. Svo nú stend ég í því að setja alla mína geisladiska inn. Þetta er ótrúlegt tæki. Ekkert mál að setja saman allskonar playlista bara eftir því hvernig maður er stemmdur.
Og svo hringdi Birna systir í morgun og hún kemur til landsins þann 11. nóv. til að koma í afmælið mitt, svo nú er ekki aftur snúið. Verð að fara að skipuleggja það.
Annars sé ég fram á allsherjartiltekt hér og neyðist til að draga fram ryksuguna og ganga frá himinháum stöflum af hreinum þvotti...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter