<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, ágúst 24, 2004

Suma morgna vakna ég án þessa að langa nokkurn skapaðan hlut til að rísa úr minni mjúku rekkju. Og á hverju kvöldi fer ég að sofa án þessa að langa neitt til þess, neyði mig hreinlega í rúmið. Skil ekki af hverju sólarhringurinn getur ekki verið eitthvað nær mínum þörfum, þ.e. dagur þegar ég þarf á því að halda og nótt þegar ég vil. Klukkan í mér er sex tímum á eftir fyrirskipaðri klukku í þessu landi. Held ég þurfi að flytja til Kúbu eða eitthvað enn lengra til að vera á mínum tíma. Það er hér með í athugun.
Skrapp til Stínu í gær. Hún er öll að skríða saman eftir uppskurð, bjúgað að minnka og allt. Hún er sannarlega búin að taka til hendinni heima hjá sér, skipta um fronta á eldhúsinnréttingunni og flísaleggja ganginn og örugglega eitthvað meira. Gott í henni hljóðið og Hönnu líka, sem er nú komin í háskólanám ásamt Láru.
Börnin mín byrjuð í skólanum eins og öll önnur börn og nú byrjar aftur stríðið við að fá þau til að læra og fara að sofa á skikkjanlegum tíma. Er fegin því að húsbóndinn á heimilinu rekur þau á fætur á morgnana og kemur þeim í skólann. Katrín að fara í haustferð á morgun.
Skrapp á kóræfingu í dag að æfa sænska söngva fyrir sænska kónginn sem verður hér í sepemberbyrjun. Held ég gefi gospelnum sjéns enn eina ferðina. Þegar maður hittir þessar kerlur aftur eftir svona langan tíma er það bara svo óttalega skemmtilegt. Og maðurinn minn hvað ég hlakka til að byrja léttsveitarafmælisárið. Ætlaði að skella mér í létta göngu eftir kóræfinguna en nennti svo ekki. Letin er mig lifandi að drepa þessa dagana.
Grill á fimmtudaginn hjá Melgerðingum og pottakynning á föstudag hjá Maríu. John að fara í veiði á laugardaginn og Xander að fara heim þann dag líka. Sauður framundan og afmælisrit einnig. Svo allt er lífið að smella inn í haustfarveginn þó enn sú úti sól og blíða.
Og Clinton og Hillary farin af landinu eftir að hafa heillað vegfarendur í Austurstrætinu í dag og fengið sér eina með öllu...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter