<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, september 14, 2004

Það er kominn þriðjudagur, jess, og nú eru það kóræfingar á fullu. Gaman, gaman. Ætla að gefa Gospelsystrum sjéns einu sinni enn og vona að ég fái að vera með. Það var svo dæmalaust gaman að hitta þessar kerlur í útilegunni í sumar, helgina eftir léttuútileguna og svo aftur þegar við vorum að æfa fyrir kónginn. Létturnar munu aldrei fá frí frá mér. Hef aldrei tekið mér frí frá þeim, þó einhvern tímann á þessum 10 árum hafi þó hvarflað að mér. Elska þessar kerlingar allar saman. Ótrúlegt magn af skemmtilegum konum á einum stað. Og maður er alltaf að finna nýja gullmola á meðal þeirra.
Nú er komið á hreint með næstu utanlandsferðir á þessum bæ. Ætla að skreppa í viku til Danmerkur að heimsækja Birnu systur og mína fimmtugu vinkonu Ragnhildi. Hún er nú flutt af Istedgade til Jótlands í eitthvað lítið krummskuð þar. Svo helgin hjá Birnu með heimsókn í Bláa pakkhúsið og eitthvað annað skemmtilegt og svo nokkrir dagar hjá Ragnhildi í sveitasælunni. Svo ætlum við hjúin að skreppa til USA í systkinaheimsókn til Washington í viku. Þannig að október verður ferðamánuður hér á bæ. Kem reyndar heim frá Danmörku seint á fyrsta degi æfingabúða en vonandi kemst ég einhvern veginn í Munaðarnes, tek rútu ef ekki vill betur. Ekki sleppi ég æfingabúðunum, ó nei, ó nei.
Fékk í gær mitt frábæra pottasett, eldaði lambalæri og eitthvað annað skemmtilegt. Þarf að læra svoldið á þessa eðalpotta. Svoldið skrítið að nota ekki vatn eða olíu þegar maður er að búa til mat. Þarf líka að læra inn á eldunartímann og fleira. Ætla að prófa að elda grjónagraut í þessum pottum því það á ekki að þurfa að hræra eða standa yfir pottinum á meðan grauturinn mallar.
Hef áhyggjur af syni mínum sem er orðin verri matargikkur en nokkur annar á heimilinu, finnst allt vont og vill helst ekki kjöt eða fisk. En nú ætla ég að laga til eftir dagskipan og kíkja svo aðeins á hana Maríu mína á Landsanum...Og úpps ég var búin að gleyma því að Petran mín er löggiltur táningur í dag, orðin 13 ára. Jís hvað tíminn er fljótur að líða svona í ellinni...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter