sunnudagur, september 12, 2004
Gunnsa vildi fá að vita hvernig hafi verið að hlusta á Maríus Mögguson með sinfónínunni. Það var algjörlega yndislegt, hefði bara viljað heyra hann synga meira. Við fórum svo þessar saumaklúbbskerlur sem mættu á kaffihús, ætluðum fyrst á Café Borg í Hamraborginni en enduðum á Café Aroma í Firðinum. Fyllti okkar mjúku kviði af tacos og hinum ýmsustu sósum. Notarlegt kvöld sem sagt.
Og nú verður bóndinn 45 á morgun og ég veit eiginlega ekki hvað ég á að gera til dagurinn verði eitthvað öðruvísi en venjulegur sunnudagur. Ég er alltaf svo sein að hugsa að ég pæli aldrei í neinu fyrr en allt er skollið á. Hefði kannski átt að bjóða foreldrum hans í mat eða eitthvað en er helst að hugsa um að bjóða honum út að borða á hans kostnað. Eða þá að ég elda bara eitthvað gott handa honum og restinni af fjölskyldunni.
Mér er illt í augunum og sé eiginlega ekki hálfa sjón. Hef ekki hugmynd um af hverju augun í mér hætta að fúnkera eðlilega á kvöldin. Kannski of mikið sjónvarpsgláp. Annars veit ég ekki af hverju ég er að skrifa á þetta blogg. Hef ekkert skemmtilegt að segja eins og t.d. vinkona hennar Ingibjargar hún Carola en það geta náttúrlega ekki allir verið Carolur. Er samt orðin dæmalaust löt við þetta. Vil bara að aðrir skrifi eitthvað fyrir mig að lesa. Eitthvað skemmtilegt fyrir háttinn.
En næsta vika verður skemmtileg því þá byrja aftur kóræfingar. Það er einhver tilhlökkun í loftinu að byrja aftur að syngja sinn söng...
Og nú verður bóndinn 45 á morgun og ég veit eiginlega ekki hvað ég á að gera til dagurinn verði eitthvað öðruvísi en venjulegur sunnudagur. Ég er alltaf svo sein að hugsa að ég pæli aldrei í neinu fyrr en allt er skollið á. Hefði kannski átt að bjóða foreldrum hans í mat eða eitthvað en er helst að hugsa um að bjóða honum út að borða á hans kostnað. Eða þá að ég elda bara eitthvað gott handa honum og restinni af fjölskyldunni.
Mér er illt í augunum og sé eiginlega ekki hálfa sjón. Hef ekki hugmynd um af hverju augun í mér hætta að fúnkera eðlilega á kvöldin. Kannski of mikið sjónvarpsgláp. Annars veit ég ekki af hverju ég er að skrifa á þetta blogg. Hef ekkert skemmtilegt að segja eins og t.d. vinkona hennar Ingibjargar hún Carola en það geta náttúrlega ekki allir verið Carolur. Er samt orðin dæmalaust löt við þetta. Vil bara að aðrir skrifi eitthvað fyrir mig að lesa. Eitthvað skemmtilegt fyrir háttinn.
En næsta vika verður skemmtileg því þá byrja aftur kóræfingar. Það er einhver tilhlökkun í loftinu að byrja aftur að syngja sinn söng...
Comments:
Skrifa ummæli