<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, september 23, 2004

Svei mér þá ef þetta afmælisstand er ekki allt að smella. Við María lögðumst hér yfir skipulagningu á þremur afmælisveislum í gær, ákváðum hvað við ætlum að hafa, hversu mikið þarf að versla og slíkt. Og svo settist ég niður og byrjaði að pæla í afmælisboðskorti og kláraði það að mestu leyti. Var með ákveðna hugmynd í kollinum og ég held að hún sé að ganga upp, ja hérna hér. Svo nú er bara að setjast niður, semja textann á kortið og senda svo þetta í allar áttir.
Ætti nú eiginlega að vera að taka svoldið til hér því mágkona mín kemur til landsins í fyrramálið en nei ó nei ég bara hreinlega nenni því ekki. Saumaklúbbur á Selfossi í kvöld, raddæfing á eftir, partý annað kvöld og Stykkishólmur á laugardag. Hvers vegna í ósköpunum ætti ég að vera að taka til...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter