sunnudagur, október 24, 2004
Eitthvað hefur borið á kvörtunum um að ég sé hætt að blogga. Hef bara alls ekki verið í bloggstuði í október...hef haft allt of annríkt við að dröslast á milli landa og heimsækja vini og vandamenn. Eyddi viku í vellystingum í Danmörku hjá systur minni og vinkonu. Þræddi stærsta moll í Danmörku með Birnu og hjálpaði svo Ragnhildi við að mála borðstofuna einn morguninn. Eftir Danmerkurreisuna var ég dæmalaust andlaus og þreytt, með bólgin augu og bara einhvern veginn lurkum lamin. Ætlaði mér t.d. beint í æfingabúðir með Léttum á föstudagskvöldinu þegar ég kom heim en fór ekki af stað fyrr en liðið var á laugardaginn en náði allavega tveimur tímum á æfingu og svo náttúrlega dæmalaust skemmtulegu kvöldi með þeim Léttum. Það er ekki á nokkurra Léttsveitarkonu leggjandi að mæta ekki í æfingabúðir.
Síðan fóru næstu þrír daga eftir æfingabúðirnar í að taka til heima hjá mér og þvo þvott úr botnlausri óhreinatauskröfunni, en svei mér ef ég sá ekki til botns daginn sem ég og bóndinn flugum til USA í annað sinn á þessu ári. Og hér erum við í góðu yfirlæti hjá Kristínu mágkonu minni, Glenn og Isabelle. Og hér er búið að versla einhver ósköp. Eins gott að við komum hér út með nánast tómar töskurnar, rétt fötin til skiptanna og búið. Veðrið hér eins og mér finnst best ekki of heitt og ekki of kalt. Og í dag eigum við John eins árs brúðkaupsafmæli, sem sagt pappírsbrúðkaup. Ekki við hvað við gerum í dag en í kvöld förum við út að borða í DC.
Saknaði þess að komast ekki á útgáfutónleika Jóhönnu, sé á bloggi annarra létta að þeir voru ljúfir. Hlakka til að láta ljúfa rödd Jóhönnu leika um hlustirnar þegar ég kem heim...
Síðan fóru næstu þrír daga eftir æfingabúðirnar í að taka til heima hjá mér og þvo þvott úr botnlausri óhreinatauskröfunni, en svei mér ef ég sá ekki til botns daginn sem ég og bóndinn flugum til USA í annað sinn á þessu ári. Og hér erum við í góðu yfirlæti hjá Kristínu mágkonu minni, Glenn og Isabelle. Og hér er búið að versla einhver ósköp. Eins gott að við komum hér út með nánast tómar töskurnar, rétt fötin til skiptanna og búið. Veðrið hér eins og mér finnst best ekki of heitt og ekki of kalt. Og í dag eigum við John eins árs brúðkaupsafmæli, sem sagt pappírsbrúðkaup. Ekki við hvað við gerum í dag en í kvöld förum við út að borða í DC.
Saknaði þess að komast ekki á útgáfutónleika Jóhönnu, sé á bloggi annarra létta að þeir voru ljúfir. Hlakka til að láta ljúfa rödd Jóhönnu leika um hlustirnar þegar ég kem heim...
Comments:
Skrifa ummæli