<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, október 30, 2004

Þá er ég komin heim í heiðardalinn og hér var allt fínt og hreint. Mér skilst að sonur minn hafi verið duglegur við tiltektir áður en ég kæmi heim svo hann fengi mömmuna heim í góðu skapi. Krakkarnir allir ánægðir með öll fatakaupin og aðeins þarf að skila einum náttfötum sem voru of lítil á Tristan og einum gallabuxum á stelpurnar. Við hjónin lögðum okkur eftir heimkomuna og létum okkur hafa það að vakna um tvöleytið. Svo náttúrlega sofnaði ég yfir sjónvarpinu og er ekkert syfjuð núna, enda klukkan enn fyrir miðnætti að amerískum tíma. En ég er nú samt á leið í háttinn.
Keyptur var fyrir mig nýr harður diskur og Vignir búinn að setja hann upp og þetta er sko bara allt annað líf. Komin með Photoshop CS og InDesign og hvaðeina. Þarf að mæta á kóræfingu kl. níu í fyrramálið og Gunnsan ætlar að vekja mig svo ég skrifa meira við tækifæri....
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter