<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Afmælisdagurinn minn í gær var hreint yndislegur, kysst og knúsuð af um það bil 200 konum og manninum mínum og börnum. Kattarskottið var eina veran sem hegðaði sér eins og vanalega. Hún gengur með þá grillu í höfðinu að hún búi á fimm stjörnu hóteli þar sem allir aðrir á heimilinu eru þjónar hennar sem eiga að sitja og standa eins og henni dettur í hug.
Senn líður að léttsveitartónleikum og enn kann ég nú ekki nokkura texta almennilega en einhvern veginn verð ég kærulausari með aldrinum og veit að þó að ég kunni ekki allt þá er alltaf einhver sem kann það. Þetta er kosturinn við að vera í stórum kór. Það stendur ekki allt og fellur með MÉR! En ég hef enn tvo og hálfan dag til að berja þetta inn í minn gamla haus.
Og svo verður mitt fimmtugspartý á laugardagskvöldið. Mikið vildi ég að ég kæmi fleira fólki hér inn. Hefði svo mikið viljað bjóða miklu fleirum í afmælið mitt en einhvers staðar verð ég að setja stopp. Það eru takmörk fyrir öllu víst.
En þetta er allt að smella og þrifin nærri búin og svo bara að setja borðstofuborðið út og tjalda markísunni. Verst að spáð er suðvestan hryssingi og rigningu á laugardaginn en á svo að hægja, bara spurning hvenær.
Þarf að muna eftir að ná í systur mína og vinkonu út á flugvöll á morgun og kíkja svo á afmælisbarn morgundagsins, hana Maríu mína. Og svo tónleikar annað kvöld með Faithful...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter