<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, nóvember 13, 2004

Allt að smella fyrir stúlkupartýið á morgun. Búin að flestu og klára restina á morgun. Og nú er komin í mig svoldið tilhlökkun. Hlakka til að hitta allar þessar frábæru konur sem ég þekki, sumar hef ég ekki séð lengi og aðrar í gær. Ég held að þetta verði bara alveg ógislega gaman.
Fór á Faithfull tónleika í gær. Assk... góð kerlingin og nokkuð ljóst að konur bara bestna með aldrinum.
Er enn ekki búin að læra þessa texta alla saman fyrir tónleikana á morgun en hér er einn sem ég þarf að læra og á eiginlega bara nokkuð vel við þema morgundagsins:

Ég líka á mikið safn bæði af kjólum og af kápum
sem kirfilega geymt ég hef í mahóníuskápum.
Þær flíkur hafa aldur sinn ágætlega borið
Ég ýmsar þeirra keypti mér þjóðhátíðarvorið.

Hún móðir mín hefur reyndar ekki geymt fötin sín í mahónuskápum en geymt þau samt. Og allt er þetta saumað og hannað af henni. Hún var voða glöð þegar einhver gat notað gömlu fötin hennar og á morgun mun ég skarta einum þessara dásamlegu kjóla sem hún hefur saumað í gegnum tíðina...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter