<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Það er mikið að hægt er að komast inn á þetta blessaða blogg. Ég virðist alltaf hafa þörf fyrir að tjá mig þegar allir aðrir eru að því líka.
Það er afmælishrinan nærri afstaðin. Reyndar verður drengurinn minn 9 ára á laugardaginn og þá er þetta árið búið. Ég nú von á ömmubarninu á næstu dögum svo Tristan verður ekki síðastur að eiga afmæli þegar það er komið í heiminn. Hann er nú eitthvað á báðum áttum um það hvort hann vill halda uppá afmælið sitt yfirleitt þar sem hann hefur sjálfur eitthvað verið slakur að mæta í afmæli og nú heldur hann að enginn mæti í hans. Æ hann er svo krúttlegur stundum þessi elska. Petra tók eitt af sínum frekjuköstum hér í kvöld, öskraði á allt og alla. Þegar kastið er yfirstaðið verður hún afskaplega ljúf en jís...meðan á þeim stendur almáttugur en sú mæða.
Byrjaði að mála herbergið hjá Hrund. Ekki beinlínis gott að mála svona einn vegg í einu en herbergið er fullt af drasli og ekkert hægt að setja það. En þetta kemur allt með kalda vatninu og er nokkuð viss um að ég lýk við þetta áður en vikan er liðin. Þá ætti allt að vera klárt fyrir litlu snuðruna að koma í þennan heim þó ég eigi nú allt eins von á að hún láti nú bíða eftir sér í nokkra daga, en 4. des. á hún að vera tilbúin.
Fór í vinnuviðtal í dag og ætla að prófa að taka eina-tvær vaktir í umbrotinu á DV. Reyndar langar mig ekkert sérstaklega til að fara að vinna, má eiginlega ekkert vera að því og þessar vaktir eru eiginlega agalegar, frá 2-9 alla daga nema laugardaga og frí þriðja hvern sunnudag. Er eiginlega ekki alveg að passa fyrir mig. Er eiginlega að hugsa um að segja bara nei takk...hmmm...já þetta er ekki alveg að passa mér.
Þarf að dóla mér í svefn og nenni ekki að tjá mig meira í bili...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter