<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, nóvember 27, 2004

Það er nú ekki alveg í lagi með mig núna. Klukkan er rúmlega níu á laugardegi og ég er búin að vera vakandi í tvo tíma. Ellin farin að segja til sín.
Kláraði að mála herbergið hennar Hrundar í gær og það er orðið algjörlega ljómandi fagurt. Búið að setja upp nýjar gardínur, nýtt ljós í loftið, kaupa náttlampa og hengja nýja ofninn á veginn. Gereftið verður sett á í dag og svo er bara eftir að mála það. Búin að þvo allt barnadót hér á bæ og allt að verða tilbúið fyrir snúlluna að koma í heiminn. Það væri verra ef þetta yrði drengur því ekkert blátt hefur læðst inn í fatakaupin. Bara hreinlega gert ráð fyrir stúlku. Ef stúlkan er nú kannski drengur notum við bara belgísku aðferðina og klæðum hann í bleikt.
Og drengurinn minn er níu ára í dag, reyndar ekki fyrr en átta mínútur í átta í kvöld en hvað eru nokkrir klukkutímar milli vina. Hann ætlar ekki að halda veislu en vill í staðinn fara í keilu og gera eitthvað annað skemmtilegt. Það hlýtur að vera hægt að finna út úr því.
Hafnaði vinnunni hjá DV. Gat engan veginn séð hvernig það ætti að ganga upp að vinna frá 2-9 alla daga nema laugardaga og bara frí þriðja hvern sunnudag. Bara gengur ekki með stóra fjölskyldu og engan veginn inn í myndinni að fórna henni fyrir einhverja vinnu. Hef alveg nóg að gera svo sem og alltaf leggst eitthvað til.
Annars liggur mér ýmislegt á hjarta sem ekki er við hæfi að ræða hér opinberlega. En ég sá það að Bubbi og Brynja ég elska þig eru skilin. Svo bregðast krosstré sem önnur tré...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter