mánudagur, nóvember 01, 2004
Mætti náttúrlega ekkert á þessa kóræfingu á laugardaginn enda klukkan farin að halla í sex á laugardagsmorgni þegar ég loksins sveif inn í draumalandið. Gunnsan og Stína stuð kom hér upp úr hádeginu eftir morgunæfinguna og við sátum hér við eldhúsborðið og kjöftuðum til að verða þrjú. Fór því ekkert úr náttfötunum þann daginn. Er að fíla nýja umhverfið í tölvunni minni og svona. Fór svo í fimmtugsafmæli hjá Sigrúnu frænku í kvöld, dásemdarmatur og rauðvín. Og á morgun eiga Ása frænka og Arne afmæli. Og um næstu helgi byrjar afmælispartýhrinan...þarf að gera boðskort fyrir þann 20. eigi síðar en á morgun og senda út...miða á fjáröflunartónleika Léttsveitarinnar ...og muna eftir að mæta á raddæfingu hjá einni Gospelsystur kl. 18 á morgun...hringja í markísusnúllann...og panta tíma í tannréttingar fyrir mig...og svo ætti ég trúlega að fara að huga að líkamsræktinni sem augnlæknirinn vill að ég drífi mig í...og börnin í skólann í fyrramálið í allavega viku...
Comments:
Skrifa ummæli